Báru kennsl á lík Julian Sands eftir langa leit Eiður Þór Árnason skrifar 27. júní 2023 22:40 Julian Sands á Feneyjarkvikmyndahátíðinni árið 2019. Getty/Matteo Chinellato Búið er að bera kennsl á lík breska leikarans Julian Sands en ekkert hafði sést né heyrst til hans eftir að hann lagði í fjallgöngu í Kaliforníu um miðjan janúar. Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“ Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sands var 65 ára gamall en jarðneskar leifar hans fundust nærri toppi fjallsins Mount Baldy á laugardag. Dánarorsök er enn til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættinu í San Bernardino í Kalíforníu í Bandaríkjunum en líkið fannst fyrir nokkrum dögum. Greint er frá þessu í frétt Guardian en ráðist var í umfangsmikla leit eftir að leikarinn skilaði sér ekki heim í jánúar. Slæm veðurskilyrði hömluðu leitinni og yfir áttatíu manns tóku þátt í aðgerðum fyrr í þessum mánuði þegar önnur tilraun var gerð til þess að staðsetja leikarann. Sands var búsettur í Hollywood en hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum A Room with a View, The Killing Fields, Warlock, Ocean's Thirteen og The Girl with the Dragon Tattoo. Erlingur starfaði náið með Sands Leikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen minnist Sands innilega í færslu á Facebook-síðu sinni og segist hafa notið þess mikla heiðurs að fá að vinna með leikaranum og eiga hann að sem vin utan veggja kvikmyndaversins. Þá hafi þeir rætt saman hugmyndir að framtíðarverkefnum. „Ég þyrfti mun fleiri kvöldverði til að ræða allt það sem ég vildi spyrja hann að, og það hryggir mig að af þeim muni nú aldrei verða. Hann var herramaður, fagmaður fram í fingurgóma, lífselskandi maður með frábæran smekk og ótrúlegt skopskyn. Ég hefði viljað fá að kynnast honum betur og eiga fleiri stundir með honum en mun alltaf varðveita þá daga sem við áttum saman.“
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46 Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Bíll Julian Sands er fundinn Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag. 20. janúar 2023 07:46
Bresks leikara saknað eftir fjallgöngu í Kaliforníu Breska leikarans Julian Sands er saknað eftir að hann hélt í fjallgöngu í San Gabriel-fjöllunum í suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í síðustu viku. 19. janúar 2023 07:38