Enski boltinn

Hvorki Manchester United né Bayern München vilja Sabitzer

Jón Már Ferro skrifar
Framtíð Marcel Sabitzer er óráðin.
Framtíð Marcel Sabitzer er óráðin. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Bayern München er talið vera tilbúið að selja Marcel Sabitzer. Hann var á láni hjá Manchester United en hann spilaði átján leiki og skoraði þrjú mörk fyrir enska stórveldið.

Þjóðverjarnir hefðu eflaust þegið það að fá kauptilboð frá United í Sabitzer en í gær tilkynnti United að hann færi frá félaginu eftir lánsdvölina og ekkert yrði að því að félagið myndi festa kaup á honum.

Hann meiddist eftir að hafa komið til United en hann hefur átt við mikil meiðslavandræði á sínum ferli. Enska stórliðið virtist ekki tilbúið að taka áhættuna og munu eflaust leita annara leiða til að styrkja liðið.  

Enski landsliðsmaðurinn Mason Mount mun að öllum líkindum vera staðfestur sem nýr leikmaður United en samningar á milli United og Chelsea eru að nást. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×