Bahameyska stjarnan ætlar hins vegar að keppa á HM í Búdapest aðeins fjórum mánuðum eftir að hún eignaðist soninn Maicel Uibo Jr.

Miller-Uibo er gift eistneska tugþrautatkappanum Maicel Uibo og þau eignuðust sitt fyrsta barn 20. apríl síðastliðinn.
Miller-Uibo hefur unnið Ólympíugull í 400 metra hlaupi á tveimur síðustu Ólympíuleikum, Ríó 2016 og Tókýó 2021. Hún varð einnig heimsmeistari í sömu grein á HM í Eugene fyrir ári síðan.
„Hún sýnir mikið hugrekki að koma svona snemma til baka en ég tel að það sýnir ekki bara gott líkamlegt form hennar heldur einnig ást hennar á íþróttinni og þjóð sinni,“ sagði Drumeco Archer forseti frjálsíþróttasambands Bahamaeyja.
Heimsmeistaramótið verður þó ekki fyrsta keppni hennar á tímabilinu.
Hún hljóp fyrst í byrjun júlí, aðeins tveimur og hálfum mánuði eftir fæðingu.
Shaune Miller-Uibo er með lágmörk í bæði 200 og 400 metra hlaupi.
A total of 11 athletes will represent The Bahamas at the biggest competition for athletics this year, and among the list of entries is the country s biggest star, making a grand return to the sport after having a baby just four months ago. https://t.co/KjjF98NiaY
— Nassau Guardian (@GuardianNassau) August 8, 2023