Júlíus Magnússon lék allan leikinn á miðjunni hjá Fredrikstad en hann nældi sér í gult spjald í uppbótartíma. Liðið hefur eins og áður sagði ekki tapað leik á tímabilinu en aftur á móti gert átta jafntefli. Liðið er því aðeins með eins stigs forystu á toppnum, 35 stig í sarpnum en Kongsvinger koma þar rétt fyrir aftan með 34 stig.
Í öðrum Íslendingaleik dagsins var Bjarni Mark Antonsson í byrjunarliði Start sem vann þægilegan 3-0 sigur á Skeid en Bjarki og félagar sitja í 5. sæti með 27 stig og eru í harðri baráttu um umspilssæti.