Búa sig undir flóð og „sögulega mikla“ rigningu vegna Hilary Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Íbúar í San Bernardino í Kaliforníu undirbúa sig undir komu Hilary með því að safna sandi í poka til að nýta í flóðavarnir. Vísir/AP Yfirvöld í Mexíkó og í Bandaríkjunum búa sig nú undir komu fellibylsins Hilary en því mun fylgja gríðarleg rigning og búa yfirvöld í Kaliforníuríki sig undir mikil flóð vegna veðurofsans sem óttast er að geti valdið mannskaða. Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen. Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira
Í umfjöllun Guardian kemur fram að fellibylurinn sé nú skammt frá vesturströnd Bandaríkjanna og Mexíkó. Búist er við því að veðurofsinn fari minnkandi á næstu dögum og verði orðinn að hitabeltisstormi þegar hann fer yfir suðurhluta Kaliforníuríkis. Ef af verður er um að ræða fyrsta hitabeltisstorminn sem fer yfir Kaliforníu í 84 ár. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum áhyggjur af þeirri gríðarlegu rigningu sem fylgja mun veðrinu og flóðum sem munu fylgja. Yfirvöld í Mexíkó hafa þegar gert ráðstafanir vegna komu Hilary og meðal annars boðað lokun skóla næstu daga. Haft er eftir Montserrat Caballero Ramírez, borgarstjóra Tíjúana borgar þar sem búa yfir 1,9 milljónir manna, að opnaðar verði í hið minnsta fjórar fjöldahjálparstöðvar í borginni á meðan veðrið ríður yfir. Í umfjöllun Guardian kemur fram að yfirvöld í suðurhluta Kaliforníuríkis hafi á meðan róið að því öllum árum að koma heimilislausu fólki í skjól áður en veðrið ríður yfir. Þá hefur Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagt ríkisstjórnina fylgjast með málum vegna veðursins. Haft er eftir Janice Hahn, formanni viðbragðsnefndar á vegum Los Angeles sýslu að enginn hafi búist við því að þurfa nokkurn tímann að þurfa að undirbúa sig undir slíkt veður. Verið sé að vinna að því að aðstoða íbúa við að undirbúa sig fyrir veðrið, meðal annars með því að útdeila sandpokum til flóðvarna. Þá er haft eftir Kristen Corbosiero, loftlagsvísindamanni á vegum Albany háskóla að ef rigni eins mikið og búist sé við, sé það sögulegt met. Búist er við um sex sentímetra rigningu. „Slíkt hefur aldrei áður gerst í suðurhluta Kaliforníu,“ segir Kristen.
Bandaríkin Mexíkó Náttúruhamfarir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Sjá meira