Iglesias gefur ekki á kost á sér í landsliðið vegna hegðunar forsetans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 17:45 Spilar ekki fyrir landslið Spánar fyrr en hlutirnir breytast. EPA-EFE/Jose Manuel Vidal Borja Iglesias, framherji Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi verkefni vegna hegðunar Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu. Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Rubiales var viðstaddur til að veita spænska kvennalandsliðinu í knattspyrnu verðlaun eftir að liðið varð heimsmeistari á dögunum. Eftir að gefa Jenni Hermoso verðlaunapening sinn þá tók hann utan um höfuð hennar og smellti af kossi. Þrátt fyrir að Hermoso hafi staðfest að hún hafi á engan hátt samþykkt kossinn þá telur Rubiales sig ekki hafa gert neitt rangt. Jafnframt neitar forsetinn að segja af sér en hann hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu leikmönnum spænska kvennalandsliðsins sem og annara landsliða. Þá hafa einstaka karlmenn látið í sér heyra, Borja Iglesias þar á meðal. Hinn þrítugi Borja er ekki fastagestur í landsliðshópi Spánar en hefur síðan 2022 spilað tvo A-landsleiki. Þrátt fyrir að það sé með hans stoltustu augnablikum á ferlinum þá ætlar hann ekki að spila aftur fyrir landslið Spánar fyrr en eitthvað breytist. „Ég er sorgmæddur og vonsvikinn“ segir Borja á Twitter-síðu sinni. Hann heldur svo áfram. Borja segir að gjörðir knattspyrnusambandsins í dag standi ekki fyrir það sem hann geri, hvorki sem persóna né knattspyrnumaður. Estoy triste y decepcionado. Como futbolista y como persona no me siento representado por lo que ha pasado hoy en la Ciudad del Fútbol de Las Rozas. Me parece lamentable que sigan presionando y poniendo el foco sobre una compañera.— Borja Iglesias (@BorjaIglesias9) August 25, 2023 „Að klæðast treyju spænska landsliðsins er eitt það merkasta sem hefur gerst á mínum ferli. Ég veit ekki hvort það mun gerast aftur í framtíðinni en sem stendur hef ég tekið ákvörðun um að snúa ekki aftur fyrr en hlutirnir breytast og refsað verði fyrir gjörðir sem þessar.“ „Fyrir mannúðlegri og sanngjarnari fótbolta,“ sagði Borja Iglesias að endingu.
Fótbolti Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12 FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57 Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38 „Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Sjá meira
Rubiales ætlar að segja af sér eftir hneykslismálin Luis Rubiales mun á morgun segja af sér sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar nú í kvöld. 24. ágúst 2023 20:12
FIFA hefur rannsókn á hegðun spænska forsetans á úrslitaleik HM kvenna Lengi getur vont versnað og nú er umdeildasta málið í fótboltaheiminum komið inn á borð hjá FIFA. 24. ágúst 2023 12:57
Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. 24. ágúst 2023 07:38
„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. 23. ágúst 2023 22:30