Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Magnús Jochum Pálsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 25. ágúst 2023 21:17 Sigmundur segir að ríkisstjórnin hafiu gert þveröfugt við það sem hún hefði átt að gera eftir Covid, eyddi í stað þess að spara. Stöð 2 Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun áform um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Meðal aðgerða sem gripið verður til eru uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum, hærri álögur á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Spara ætti um fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, sagði við Rúv að almennt væri gerð krafa um skjótari þjónustu hins opinbera og því gæti verið snúið að fækka starfsmönnum. Stofnanir þyrftu að fylgja lögum og því væri ekki bæði sleppt og haldið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur gagnrýnt fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann segir að þar sé lítið um nýjar fréttir og í raun sé verið að hækka gjöld á almenning. Sigmundur ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Lítið um alvöru aðgerðir „Margt af þessu hafði maður séð áður og heyrt Bjarna segja í þinginu. Opnu vinnurýmin virðast vera aðalatriðið, að leysa fjárhagsvanda ríkisins með því að fjölga opnum vinnurýmum,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður út í fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð furðar sig á afstöðu Bjarna Benediktssonar til hlutverks ríkisins gagnvart verðbólgunni.Stöð 2 „Svo eru það þessar rafrænu lausnir, sparnaður í innkaupum og eitthvað svona almennt bla. En það var lítið um alvöru aðgerðir,“ sagði hann einnig. „Það vakti þó athygli mína að einu sinni sem oftar er eitthvað tilkynnt sem sparnaðartillaga sem er í rauninni gjaldahækkanir. Sem lýsir kannski hugarfari þessarar ríkisstjórnarinnar, ef hún tekur ekki alla peningana af fólkinu þá sé hún að gefa þá eftir.“ „Þannig það var ekki margt nýtt í þessu. Samt reynt að reikna upp í sautján milljarða sparnað, rétt eftir að ríkisstjórnin jók ríkisútgjöld um 193 milljarða.“ „Ég átti von á meiri tíðindum þegar blásið var til þessar fundar, daginn fyrir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Sigmundur einnig. Ríkisstjórnin eyði peningum, seðlabankinn hækki vexti og almenningur borgi Sigmundur furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra gagnvart verðbólgunni. Á meðan ríkisstjórnin eyðir peningum og seðlabankinn hækkar vexti þá borgar almenningur brúsann. Þú telur að þessar aðgerðir muni ekki duga til að slá á verðbólguna? „Þær gera það aldeilis ekki,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að það væri lítið nýtt í aðgerðarpakka ríkisins um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir. Engin ríkisstjórn hefði aukið útgjöld jafn mikið.Stöð 2 „En það var nú kannski stærsta atriðið á þessum fundi þegar fjármálaráðherrann sagði að það væri ekki hlutverk hans eða ríkisstjórnarinnar, ríkisfjármálanna, að takast á við verðbólguna heldur seðlabankans. Gott og vel, þarna kynnir hann algjörlega nýja hagfræðikenningu.“ „Það má endurorða þetta svona, ríkisstjórnin lítur svo á að það sé hennar hlutverk að eyða peningum, svo sé það hlutverk seðlabankans að mæta því með því að hækka vexti nema hvað almenningur borgar hvort tveggja.“ „Þetta olli mér áhyggjum, að fjármálaráðherra landsins teldi það alls ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að reyna að hemja útgjöld ríkisins til að hafa áhrif á verðbólguna,“ sagði Sigmundur. „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld“ Sigmundur segir að ríkisstjórnin hafi gert þveröfugt við það sem hefði átt að gera eftir Covid, jók útgjöld í stað þess að spara. Engin ríkisstjórn hafi aukið útgjöld jafn mikið og núverandi ríkisstjórn. Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar til að tækla þessa verðbólgu? „Það lá fyrir, eins og meira að segja ráðherrarnir viðurkenndu á sínum tíma, að þegar þú stoppar verðmætasköpun, framleiðslu í landinu, að miklu leyti vegna Covid og prentar peninga á meðan muni það leiða til verðbólgu. Þá þurfi um leið og aðstæður leyfa að grípa í handbremsuna, spara og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmundur. „En þessi ríkisstjórn gerði þveröfugt, eftir að Covid-ástandinu lauk og þau voru búin að prenta peningana og verðmætasköpun var í lágmarki, þá sló hún öll fyrri met í aukningu útgjalda ríkisins.“ „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld og engin ríkisstjórn hefur aukið þau eins hratt. Og það gerir hún eftir þetta ástand.“ „Svo er haldinn fundur, skyndilega boðaður, og maður á von á því að það verði einhver tíðindi. Nei, þá eru það opnu vinnurýmin og það er ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að berjast við verðbólguna,“ sagði Sigmundur að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun áform um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Meðal aðgerða sem gripið verður til eru uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum, hærri álögur á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Spara ætti um fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Helga Þórisdóttir, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, sagði við Rúv að almennt væri gerð krafa um skjótari þjónustu hins opinbera og því gæti verið snúið að fækka starfsmönnum. Stofnanir þyrftu að fylgja lögum og því væri ekki bæði sleppt og haldið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur gagnrýnt fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann segir að þar sé lítið um nýjar fréttir og í raun sé verið að hækka gjöld á almenning. Sigmundur ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Lítið um alvöru aðgerðir „Margt af þessu hafði maður séð áður og heyrt Bjarna segja í þinginu. Opnu vinnurýmin virðast vera aðalatriðið, að leysa fjárhagsvanda ríkisins með því að fjölga opnum vinnurýmum,“ sagði Sigmundur Davíð aðspurður út í fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð furðar sig á afstöðu Bjarna Benediktssonar til hlutverks ríkisins gagnvart verðbólgunni.Stöð 2 „Svo eru það þessar rafrænu lausnir, sparnaður í innkaupum og eitthvað svona almennt bla. En það var lítið um alvöru aðgerðir,“ sagði hann einnig. „Það vakti þó athygli mína að einu sinni sem oftar er eitthvað tilkynnt sem sparnaðartillaga sem er í rauninni gjaldahækkanir. Sem lýsir kannski hugarfari þessarar ríkisstjórnarinnar, ef hún tekur ekki alla peningana af fólkinu þá sé hún að gefa þá eftir.“ „Þannig það var ekki margt nýtt í þessu. Samt reynt að reikna upp í sautján milljarða sparnað, rétt eftir að ríkisstjórnin jók ríkisútgjöld um 193 milljarða.“ „Ég átti von á meiri tíðindum þegar blásið var til þessar fundar, daginn fyrir flokksráðsfund Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Sigmundur einnig. Ríkisstjórnin eyði peningum, seðlabankinn hækki vexti og almenningur borgi Sigmundur furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra gagnvart verðbólgunni. Á meðan ríkisstjórnin eyðir peningum og seðlabankinn hækkar vexti þá borgar almenningur brúsann. Þú telur að þessar aðgerðir muni ekki duga til að slá á verðbólguna? „Þær gera það aldeilis ekki,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að það væri lítið nýtt í aðgerðarpakka ríkisins um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir. Engin ríkisstjórn hefði aukið útgjöld jafn mikið.Stöð 2 „En það var nú kannski stærsta atriðið á þessum fundi þegar fjármálaráðherrann sagði að það væri ekki hlutverk hans eða ríkisstjórnarinnar, ríkisfjármálanna, að takast á við verðbólguna heldur seðlabankans. Gott og vel, þarna kynnir hann algjörlega nýja hagfræðikenningu.“ „Það má endurorða þetta svona, ríkisstjórnin lítur svo á að það sé hennar hlutverk að eyða peningum, svo sé það hlutverk seðlabankans að mæta því með því að hækka vexti nema hvað almenningur borgar hvort tveggja.“ „Þetta olli mér áhyggjum, að fjármálaráðherra landsins teldi það alls ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að reyna að hemja útgjöld ríkisins til að hafa áhrif á verðbólguna,“ sagði Sigmundur. „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld“ Sigmundur segir að ríkisstjórnin hafi gert þveröfugt við það sem hefði átt að gera eftir Covid, jók útgjöld í stað þess að spara. Engin ríkisstjórn hafi aukið útgjöld jafn mikið og núverandi ríkisstjórn. Hvert er brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar til að tækla þessa verðbólgu? „Það lá fyrir, eins og meira að segja ráðherrarnir viðurkenndu á sínum tíma, að þegar þú stoppar verðmætasköpun, framleiðslu í landinu, að miklu leyti vegna Covid og prentar peninga á meðan muni það leiða til verðbólgu. Þá þurfi um leið og aðstæður leyfa að grípa í handbremsuna, spara og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmundur. „En þessi ríkisstjórn gerði þveröfugt, eftir að Covid-ástandinu lauk og þau voru búin að prenta peningana og verðmætasköpun var í lágmarki, þá sló hún öll fyrri met í aukningu útgjalda ríkisins.“ „Engin ríkisstjórn hefur verið með eins mikil útgjöld og engin ríkisstjórn hefur aukið þau eins hratt. Og það gerir hún eftir þetta ástand.“ „Svo er haldinn fundur, skyndilega boðaður, og maður á von á því að það verði einhver tíðindi. Nei, þá eru það opnu vinnurýmin og það er ekki hlutverk ríkisstjórnarinnar að berjast við verðbólguna,“ sagði Sigmundur að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11