PSG sóttu Lyon heim í 4. umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld og Mbappé kom sínum mönnum yfir strax á 4. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Mörk PSG komu svo nánast á færibandi en Mbappé var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom gestunum í 0-4.
Fleiri urðu mörk PSG ekki en Corentin Tolisso náði að klóra aðeins í bakkann fyrir Lyon með marki úr vítaspyrnu á 74. mínútu.
Mbappé hefur þá skorað fimm mörk í þremur leikjum og er markahæstur í deildinni.