Fótbolti

Nagelsmann talinn líklegastur til þess að taka við þýska liðinu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Julian Nagelsmann ku vera efstur á blaði hjá þýska knattspyrnusambandinu. 
Julian Nagelsmann ku vera efstur á blaði hjá þýska knattspyrnusambandinu.  Vísir/Getty

Þýski fjölmiðillinn Bild greinir frá því í kvöld að þýska knattspyrnusambandið muni bjóða starf þjálfara þýska karlalandsliðsins og líklegt sé að hann taki því boði. 

Hansi Flick var fyrr í dag fyrsti þjálfarinn í 123 ára sögu þýska liðsins til þess að vera látinn taka pokann sinn eftir tæp tvö ár í starfi. 

Nú þykir allt benda til þess að Nagelsmenn muni stýra skútunni hjá Þjóðverjum í lokakeppni Evrópumótins á heimavelli næsta sumar. 

Rudi Völler, Sandro Wagner og Hannes Wolf munu stýra Þýskalandi þegar liðið mætir Frakklandi í æfingeleik á þriðjudaginn kemur. 

Vonir þýska knattspynusambandsins standa svo til þess að búið verði að ráða þjálfara til frambúðar fyrir æfingaleiki liðsins gegn Bandaríkjunum og Mexíkó sem fram fara í október. 

Líklegast þykir að það verði Nagelsmenn, sem sagt var upp störfum hjá Bayern München síðastliðið vor, sem taki við stjórnartaumunum hjá þýska liðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×