Enski boltinn

Ekkert grunsamlegt við andlát leikmanns Sheffield United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maddy Cusack lést á miðvikudaginn í síðustu viku.
Maddy Cusack lést á miðvikudaginn í síðustu viku. getty/Robbie Jay Barratt

Ekkert grunsamlegt var við andlát Maddy Cusack, leikmanns Sheffield United, samkvæmt lögreglu.

Cusack lést í síðustu viku, aðeins 27 ára að aldri. Lögregla var kölluð til að heimili hennar á miðvikudaginn þar sem hún fannst látin.

Cusack gekk í raðir Sheffield United 2019 og varð fyrsti leikmaðurinn til að spila hundrað leiki fyrir kvennaliðs félagsins.

Auk þess að leika með Sheffield United starfaði Cusack að markaðsmálum fyrir félagið.

Cusack var minnst fyrir leik Sheffield United og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Lagður var blómsveigur á miðjuhringinn og einnar mínútu þögn var fyrir upphafsspyrnu leiksins. Þá klöppuðu áhorfendur á Bramall Lane fyrir Cusack á 8. mínútu en hún lék í treyju númer átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×