Lífið samstarf

Bein út­sending: Bókakvöld í Hannesarholti

Boði Logason
Ljóðakvöldið verður haldið í Hannesarholti klukkan 20 í kvöld.
Ljóðakvöldið verður haldið í Hannesarholti klukkan 20 í kvöld. Hannesarholt

Í kvöld klukkan átta fer fram bókakvöld, Bókakonfekt Forlagsins, í Hannesarholti, Grundarstígi 10.

Á þessum kvöldum troða höfundar Forlagsins upp og kynna bækur sínar fyrir gestum, spjalla um þær og lesa upp úr þeim. Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft.

Bryddað verður upp á þeirri nýjung í ár að streyma beint frá Bókakonfektinu og er hægt að horfa á útsendinguna hér fyrir neðan:

Léttar veitingar í boði fyrir þá sem mæta á staðinn. Bækur höfunda verða seldar á staðnum.

Eftirfarandi höfundar munu lesa upp í kvöld:

Hanna Óladóttir - Bakland

Njörður P. Njarðvík - Eina hverfula stund

Ófeigur Sigurðsson - Far heimur, far sæll

Sigrún Eldjárn - Fjaðrafok í mýrinni

Sigrún Pálsdóttir - Men

Sverrir Norland - Kletturinn

Vilborg Davíðsdóttir - Land næturinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.