Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 11:07 Ungur drengur á hjóli sínu í Khan Yunis á Gaza. Fólk er leitað í eyðilögðum byggingum eftir loftárásir Ísraelsmanna. Stór hluti þeirra sem hafa fallið í árásum undanfarinna vikna eru börn. Ahmad Hasaballah/Getty Images Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október. Þúsundir einstaklinga hafa farið út á götur í Ísrael á síðustu dögum til að gagnrýna viðbrögð ísraelskra stjórnvalda og krafist þess að fá ástvini sína aftur heim. Í síðustu viku fór á flug myndband sem Al Qassam Brigade, hernaðarlegur armur Hamas, birti á netinu en það sýndi þrjá gísla sem eru í haldi á Gaza. Gíslarnir sendu bein skilaboð til ísraelska forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu. „Það telst ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð að taka upp og deila vitnisburði gísla,“ segir í yfirlýsingu Amnesty. Brot á alþjóðalögum „Gíslataka og mannrán óbreyttra borgara eru bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og eru stríðsglæpir. Meðferð gísla þarf að vera mannúðleg og í samræmi við alþjóðalög. Það á ekki að sýna þá í myndböndum á netinu eða þvinga þá til að flytja yfirlýsingu,“ segir Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International. Hún bætir við að í stað þess að nota þjáða óbreytta borgara í gíslingu fyrir pólitískan ávinning ætti Hamas að leysa þá úr haldi tafarlaust og án skilyrða. Að lágmarki ætti að veita leyfi fyrir því að óháðir eftirlitsaðilar fái tafarlaust að hitta gíslana til að tryggja velferð þeirra og auðvelda samskipti við fjölskyldu þeirra. Ísraelsk yfirvöld hafa sagt að hið minnsta 240 óbreyttum borgurum og hermönnum sé haldið í gíslingu á Gaza en þau hafa ekki gefið upp tölur um fjölda óbreyttra borgara annars vegar og hermanna hins vegar. Á meðal gísla eru 33 börn, eldra fólk, erlendir ríkisborgarar, einstaklingar með tvöfalt ríkisfang og hermenn. Hamas hefur leyst úr haldi fjóra gísla, allt konur. Tveimur konum með bandarískan ríkisborgararétt var sleppt þann 20. október síðastliðinn og tveimur öðrum var sleppt þann 24. október. 4200 börn látin Grimmilegt umsátur og stöðugar sprengjuárásir Ísraels á Gaza halda áfram. Mannfall óbreyttra borgara eykst stöðugt. Amnesty International ítrekar áköll sínum tafarlaust vopnahlé, verndun óbreyttra borgara og greiðan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza. „Stöðugar sprengjuárásir á Gaza, þar á meðal ólögmætar og handahófskenndar árásir, hafa kostað rúmlega tíu þúsund Palestínubúa lífið, þar á meðal 4200 börn samkvæmt palestínska heilbrigðisráðuneytinu. Það setur einnig óbreytta borgara, sem haldið er í gíslingu á Gaza, í hættu og virðir að vettugi ákall ísraelskra fjölskyldna um að setja velferð gísla í forgang í aðgerðum þeirra,“ segir Agnès Callamard. Foreldrum Ella Ben Ami, þeim Raz og Ohad Ben Ami, var rænt í Be’eri þann 7. október. Hún er á meðal þeirra sem hefur slegist í hóp mótmælenda í Ísrael. Ella Ben Ami sagði Amnesty International að móðir hennar væri sjúklingur með skemmdir á heila og mænu. „Það eru liðnir 30 dagar, mánuður, síðan foreldrar mínir voru numdir á brott af heimili sínu. Við upplifum hryllilegt hjálparleysi og gríðarlega óvissu... Ég er ekki með neinar upplýsingarumaðstæður þeirra, sem gerir daglegt líf mjög erfitt. Við mótmælum til að athyglinni sé beint að gíslunum, til að krefjast þess að hugsað sé um þá og líka að það verði þrýst á um lausn þeirra. Ég bið ríkisstjórn mína og alla leiðtoga heims um að hjálpa okkur. Við viljum sjá foreldra okkar aftur á lífi. Á meðan móðir mín fær ekki lyfin sem hún þarfnast við sjúkdómi sínum erum við hrædd um að hún lifi ekki af. Við höfum ekki tíma,“ sagði Ben Ami. 74 ára í haldi Hamas Vivian Silver er 74 ára aðgerðasinni sem berst fyrir friði og fyrrum stjórnarmeðlimur ísraelskra mannréttindasamtakanna B’Tselem. Henni var rænt frá Be’eri Kibbutz í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Yonatan Zeigen sonur hennar sagði Amnesty International eftirfarandi: „Ég finn fyrir sorg og sársauka vegna móður minnar, allra gíslanna, samfélags okkar og palestínska fólksins. Ég trúi að þetta sé áminning um misheppnaðar tilraunir beggja aðila til lengri tíma um að ná friði. Ég kalla eftir vopnahléi og að allir gíslar verði leystir úr haldi sem fyrsta skref í átt að heildstæðri lausn fyrir svæðið með langvarandi þátttöku alþjóðlegra aðila. Öryggi er aðeins hægt að ná fram með friði,“ sagði Yonatan Zeigen. Moshi Lotem á dóttur, Hagar, sem er haldið í gíslingu á Gaza ásamt þremur ungum börnum sínum en yngsta barnið er fjögurra ára. Hann sagði Amnesty International: „Það sem Hamas og aðrir vopnaðir hópar gerðu hefur ekki aðeins skaðað nágranna þeirra í Ísrael, sem var einna mest annt um palestínskt fólk og réttindi þeirra, heldur einnig skaðað þeirra eigið fólk. Sem faðir og afi, er mjög erfitt fyrir mig að fjölskylda mín hafi verið tekin frá mér með þessum hætti og ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um þau. Ég sakna þeirra svo mikið. Dag hvern sem líður verður það erfiðara. Þau eru í mjög viðkvæmri stöðu og árásirnar [áGaza] hræða mig mikið. Ég kalla á alþjóðleg samtök, hvort sem það eru Sameinuðu þjóðirnar eða Rauði krossinn, að sjá til þess aðgíslunum sé komið aftur heim,“ sagði Moshi Lotem. Veita verði gíslum særðir Genfarsáttmálarnir, ásamt viðaukum, og hefðbundin alþjóðleg mannúðarlög banna gíslatöku sem telst vera stríðsglæpur. Rómarsáttmálinn um alþjóðlega sakamáladómstólinn skilgreinir gíslatöku sem stríðsglæp með eftirfarandi hætti: Einstaklingur (gísl) er handsamaður eða í haldi og sætir hótunum um að vera drepinn, meiddur eða haldið áfram í gíslingu til að fá þriðja aðila til að grípa til aðgerða eða hætta aðgerðum sem skýr eða óbein skilyrði fyrir öryggi eða lausn gísla. Amnesty International kallar eftir því að Hamas og aðrir vopnaðir hópar komi fram við alla einstaklinga í haldi, þar á meðal ísraelska hermenn, af mannúð og í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Allir gíslar ættu að fá aðgang að alþjóðanefnd Rauða krossins og leyfi til að eiga í samskiptum við fjölskyldur sínar. Það verður að veita gíslum sem eru særðir eða veikir læknismeðferð. Hamas og aðrir vopnaðir hópar verða að tryggja að gíslar og aðrir fangar séu ekki staðsettir þar sem hernaðarleg skotmörk eru og að hættan á að þeir verði fyrir sprengjuárás Ísraels sé lágmörkuð. Það má ekki undir neinum kringumstæðum nota þá sem skildi til að hlífa hernaðarlegum skotmörkum frá árásum. Samantekt Amnesty Amnesty International hefur skráð brot á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpi, allra aðila í átökunum. Ísrael hefur hert herkví Gaza frá því að árásir Hamas og annarra vopnaðra hópa hófust þann 7. október. Lokað hefur verið fyrir vatn, eldsneyti ogaðrar lífsnauðsynjar sem eykur á mannúðarneyðina. Ísraelsher hefur handtekið rúmlega 2000 Palestínubúa á hernumda svæðinu á Vesturbakkanum og beitt auknum pyndingum og annarri illri meðferð gegn palestínskum föngum. Ísrael hefur einnig neitað öllum palestínskum föngum, sem eru nú rúmlega 6800 talsins, um fjölskylduheimsóknir. Dæmdum föngum hefur einnig verið neitað um aðgang að lögfræðingi sínum. Alþjóðanefnd Rauða krossins hefur einnig verið neitað um aðgengi að palestínskum föngum sem Ísrael hefur skilgreint sem „öryggisfanga“. Á síðastliðnum mánuði hafa fjórir palestínskir fangar látið lífið í varðhaldi í Ísrael við aðstæður sem hafa ekki verið rannasakaðar af óháðum aðilum. Rannsókn Amnesty International hefur leitt í ljós stríðsglæpi af hálfu Ísraelshers, þar á meðal handahófskenndar sprengjuárásir á Gaza sem hafa lagt íbúðarbyggingar í rúst, jafnað heilu hverfin við jörðu og þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Amnesty International hefur einnig skráð að þann 7. október hafi Hamas og aðrir vopnaðir hópar skotið ónákvæmum eldflaugum á Ísrael og aðilar á vegum þeirra drepið og rænt óbreyttum borgurum. Að minnsta kosti 1400, að mestu óbreyttir borgarar, voru drepnir samkvæmt ísraelskum yfirvöldum. Óbreyttir borgarar verða enn fyrir árásum vegna ónákvæmra eldflauga frá Hamas og öðrum vopnuðum hópum. Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Þúsundir einstaklinga hafa farið út á götur í Ísrael á síðustu dögum til að gagnrýna viðbrögð ísraelskra stjórnvalda og krafist þess að fá ástvini sína aftur heim. Í síðustu viku fór á flug myndband sem Al Qassam Brigade, hernaðarlegur armur Hamas, birti á netinu en það sýndi þrjá gísla sem eru í haldi á Gaza. Gíslarnir sendu bein skilaboð til ísraelska forsætisráðherrans, Benjamin Netanyahu. „Það telst ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð að taka upp og deila vitnisburði gísla,“ segir í yfirlýsingu Amnesty. Brot á alþjóðalögum „Gíslataka og mannrán óbreyttra borgara eru bönnuð samkvæmt alþjóðalögum og eru stríðsglæpir. Meðferð gísla þarf að vera mannúðleg og í samræmi við alþjóðalög. Það á ekki að sýna þá í myndböndum á netinu eða þvinga þá til að flytja yfirlýsingu,“ segir Agnès Callamard, aðalframkvæmdastjóri Amnesty International. Hún bætir við að í stað þess að nota þjáða óbreytta borgara í gíslingu fyrir pólitískan ávinning ætti Hamas að leysa þá úr haldi tafarlaust og án skilyrða. Að lágmarki ætti að veita leyfi fyrir því að óháðir eftirlitsaðilar fái tafarlaust að hitta gíslana til að tryggja velferð þeirra og auðvelda samskipti við fjölskyldu þeirra. Ísraelsk yfirvöld hafa sagt að hið minnsta 240 óbreyttum borgurum og hermönnum sé haldið í gíslingu á Gaza en þau hafa ekki gefið upp tölur um fjölda óbreyttra borgara annars vegar og hermanna hins vegar. Á meðal gísla eru 33 börn, eldra fólk, erlendir ríkisborgarar, einstaklingar með tvöfalt ríkisfang og hermenn. Hamas hefur leyst úr haldi fjóra gísla, allt konur. Tveimur konum með bandarískan ríkisborgararétt var sleppt þann 20. október síðastliðinn og tveimur öðrum var sleppt þann 24. október. 4200 börn látin Grimmilegt umsátur og stöðugar sprengjuárásir Ísraels á Gaza halda áfram. Mannfall óbreyttra borgara eykst stöðugt. Amnesty International ítrekar áköll sínum tafarlaust vopnahlé, verndun óbreyttra borgara og greiðan aðgang mannúðaraðstoðar til Gaza. „Stöðugar sprengjuárásir á Gaza, þar á meðal ólögmætar og handahófskenndar árásir, hafa kostað rúmlega tíu þúsund Palestínubúa lífið, þar á meðal 4200 börn samkvæmt palestínska heilbrigðisráðuneytinu. Það setur einnig óbreytta borgara, sem haldið er í gíslingu á Gaza, í hættu og virðir að vettugi ákall ísraelskra fjölskyldna um að setja velferð gísla í forgang í aðgerðum þeirra,“ segir Agnès Callamard. Foreldrum Ella Ben Ami, þeim Raz og Ohad Ben Ami, var rænt í Be’eri þann 7. október. Hún er á meðal þeirra sem hefur slegist í hóp mótmælenda í Ísrael. Ella Ben Ami sagði Amnesty International að móðir hennar væri sjúklingur með skemmdir á heila og mænu. „Það eru liðnir 30 dagar, mánuður, síðan foreldrar mínir voru numdir á brott af heimili sínu. Við upplifum hryllilegt hjálparleysi og gríðarlega óvissu... Ég er ekki með neinar upplýsingarumaðstæður þeirra, sem gerir daglegt líf mjög erfitt. Við mótmælum til að athyglinni sé beint að gíslunum, til að krefjast þess að hugsað sé um þá og líka að það verði þrýst á um lausn þeirra. Ég bið ríkisstjórn mína og alla leiðtoga heims um að hjálpa okkur. Við viljum sjá foreldra okkar aftur á lífi. Á meðan móðir mín fær ekki lyfin sem hún þarfnast við sjúkdómi sínum erum við hrædd um að hún lifi ekki af. Við höfum ekki tíma,“ sagði Ben Ami. 74 ára í haldi Hamas Vivian Silver er 74 ára aðgerðasinni sem berst fyrir friði og fyrrum stjórnarmeðlimur ísraelskra mannréttindasamtakanna B’Tselem. Henni var rænt frá Be’eri Kibbutz í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Yonatan Zeigen sonur hennar sagði Amnesty International eftirfarandi: „Ég finn fyrir sorg og sársauka vegna móður minnar, allra gíslanna, samfélags okkar og palestínska fólksins. Ég trúi að þetta sé áminning um misheppnaðar tilraunir beggja aðila til lengri tíma um að ná friði. Ég kalla eftir vopnahléi og að allir gíslar verði leystir úr haldi sem fyrsta skref í átt að heildstæðri lausn fyrir svæðið með langvarandi þátttöku alþjóðlegra aðila. Öryggi er aðeins hægt að ná fram með friði,“ sagði Yonatan Zeigen. Moshi Lotem á dóttur, Hagar, sem er haldið í gíslingu á Gaza ásamt þremur ungum börnum sínum en yngsta barnið er fjögurra ára. Hann sagði Amnesty International: „Það sem Hamas og aðrir vopnaðir hópar gerðu hefur ekki aðeins skaðað nágranna þeirra í Ísrael, sem var einna mest annt um palestínskt fólk og réttindi þeirra, heldur einnig skaðað þeirra eigið fólk. Sem faðir og afi, er mjög erfitt fyrir mig að fjölskylda mín hafi verið tekin frá mér með þessum hætti og ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um þau. Ég sakna þeirra svo mikið. Dag hvern sem líður verður það erfiðara. Þau eru í mjög viðkvæmri stöðu og árásirnar [áGaza] hræða mig mikið. Ég kalla á alþjóðleg samtök, hvort sem það eru Sameinuðu þjóðirnar eða Rauði krossinn, að sjá til þess aðgíslunum sé komið aftur heim,“ sagði Moshi Lotem. Veita verði gíslum særðir Genfarsáttmálarnir, ásamt viðaukum, og hefðbundin alþjóðleg mannúðarlög banna gíslatöku sem telst vera stríðsglæpur. Rómarsáttmálinn um alþjóðlega sakamáladómstólinn skilgreinir gíslatöku sem stríðsglæp með eftirfarandi hætti: Einstaklingur (gísl) er handsamaður eða í haldi og sætir hótunum um að vera drepinn, meiddur eða haldið áfram í gíslingu til að fá þriðja aðila til að grípa til aðgerða eða hætta aðgerðum sem skýr eða óbein skilyrði fyrir öryggi eða lausn gísla. Amnesty International kallar eftir því að Hamas og aðrir vopnaðir hópar komi fram við alla einstaklinga í haldi, þar á meðal ísraelska hermenn, af mannúð og í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög. Allir gíslar ættu að fá aðgang að alþjóðanefnd Rauða krossins og leyfi til að eiga í samskiptum við fjölskyldur sínar. Það verður að veita gíslum sem eru særðir eða veikir læknismeðferð. Hamas og aðrir vopnaðir hópar verða að tryggja að gíslar og aðrir fangar séu ekki staðsettir þar sem hernaðarleg skotmörk eru og að hættan á að þeir verði fyrir sprengjuárás Ísraels sé lágmörkuð. Það má ekki undir neinum kringumstæðum nota þá sem skildi til að hlífa hernaðarlegum skotmörkum frá árásum. Samantekt Amnesty Amnesty International hefur skráð brot á alþjóðalögum, þar á meðal stríðsglæpi, allra aðila í átökunum. Ísrael hefur hert herkví Gaza frá því að árásir Hamas og annarra vopnaðra hópa hófust þann 7. október. Lokað hefur verið fyrir vatn, eldsneyti ogaðrar lífsnauðsynjar sem eykur á mannúðarneyðina. Ísraelsher hefur handtekið rúmlega 2000 Palestínubúa á hernumda svæðinu á Vesturbakkanum og beitt auknum pyndingum og annarri illri meðferð gegn palestínskum föngum. Ísrael hefur einnig neitað öllum palestínskum föngum, sem eru nú rúmlega 6800 talsins, um fjölskylduheimsóknir. Dæmdum föngum hefur einnig verið neitað um aðgang að lögfræðingi sínum. Alþjóðanefnd Rauða krossins hefur einnig verið neitað um aðgengi að palestínskum föngum sem Ísrael hefur skilgreint sem „öryggisfanga“. Á síðastliðnum mánuði hafa fjórir palestínskir fangar látið lífið í varðhaldi í Ísrael við aðstæður sem hafa ekki verið rannasakaðar af óháðum aðilum. Rannsókn Amnesty International hefur leitt í ljós stríðsglæpi af hálfu Ísraelshers, þar á meðal handahófskenndar sprengjuárásir á Gaza sem hafa lagt íbúðarbyggingar í rúst, jafnað heilu hverfin við jörðu og þurrkað út heilu fjölskyldurnar. Amnesty International hefur einnig skráð að þann 7. október hafi Hamas og aðrir vopnaðir hópar skotið ónákvæmum eldflaugum á Ísrael og aðilar á vegum þeirra drepið og rænt óbreyttum borgurum. Að minnsta kosti 1400, að mestu óbreyttir borgarar, voru drepnir samkvæmt ísraelskum yfirvöldum. Óbreyttir borgarar verða enn fyrir árásum vegna ónákvæmra eldflauga frá Hamas og öðrum vopnuðum hópum.
Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Ísrael Palestína Tengdar fréttir Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40 Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54 Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Blaðamenn á Gasa grunaðir um að hafa vitað af árásunum Samskiptaráðherra Ísrael hefur sakað blaðamenn á Gasa sem vinna í verktakavinnu fyrir erlenda miðla um að hafa haft vitneskju um árásir Hamas-liða 7. október síðastliðinn, áður en þeir létu til skarar skríða. 10. nóvember 2023 08:40
Netanyahu segir Ísraela hvorki vilja sigra, hernema né stjórna Gasa Benjamin Netanyahu segir Ísrael ekki hafa í hyggju að sigra, hernema né stjórna Gasa eftir að stríðinu við Hamas lýkur. Hins vegar þurfi að tryggja að hægt sé að senda „trúverðugt afl“ inn á svæðið ef nauðsyn krefur, til að hindra uppgang hryðjuverkasamtaka. 10. nóvember 2023 06:54
Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. 9. nóvember 2023 23:38