Enski boltinn

Bróðir Rooneys skoraði líka frá miðju

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
John Rooney lék áður með Macclesfield á árunum 2008-10.
John Rooney lék áður með Macclesfield á árunum 2008-10. getty/Stephen Pond

Wayne Rooney er ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem getur skorað glæsileg mörk. Það sást bersýnilega í leik Macclesfield og Basford United í fyrradag.

Yngri bróðir Rooneys, John, skoraði þá með skoti frá miðju, ekki ósvipað og Wayne gerði í leik Everton gegn West Ham United fyrir sex árum.

John byrjaði að vinna boltann á sínum eigin vallarhelmingi, rakti boltann aðeins áfram og lét svo vaða. Og það með þessum líka góða árangri. Boltinn fór yfir markvörð Basford og í netið.

Wayne skoraði frægt mark frá langt fyrir aftan miðju í 4-0 sigri Everton á West Ham 29. nóvember 2017. Rooney skoraði þrennu í leiknum.

John Rooney, sem er 32 ára miðjumaður, gekk í raðir Macclesfield í haust. Hann lék áður með liðinu í upphafi ferilsins, á árunum 2008-10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×