Telur Ísland geta byggt á þessu fyrir mögulegt umspil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. nóvember 2023 22:50 Á hliðarlínunni. Octavio Passos/Getty Images „Við höfum verið að reyna mismunandi hluti en ég tel okkur hafa fundið kerfið og hvernig við viljum spila,“ sagði Åge Hareide eftir 2-0 tap Íslands gegn Portúgal í lokaleik þjóðanna í undankeppni EM karla í knattspyrnu. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar og á Ísland enn möguleika þrátt fyrir að enda í 4. sæti undankeppninnar. Það væri í gegnum umspil þökk sé árangri í Þjóðadeildinni. Þeir leikir færu fram í mars á næsta ári og gæti íslenska liðið verið enn sterkara þegar þar að kemur. „Gylfi (Þór Sigurðsson) og Hákon (Arnar Haraldsson) hafa verið meiddir. Kannski Albert (Guðmundsson), ég veit ekki hvað gerist þar. Það er mikið af möguleikum, yngri leikmennirnir eru að verða betri og betri. Þeir verða bara betri með því að spila, sjá hvað þeir geta og geta.“ „Ég var mjög ánægður með Andra (Lucas Guðjohnsen) og Orra (Stein Óskarsson). Mikael (Egill Ellertsson) kom inn af bekknum og Ísak (Bergmann Jóhannesson) byrjaði. Við eigum mikið af efnilegum leikmönnum. Varnarmennirnir voru góðir í dag og Hákon (Rafn Valdimarsson) var frábær í markinu. Ég er mjög ánægður með leikmennina og við hefðum getað náð inn einu marki undir lokin.“ Åge var að því sögðu ekki sáttur með fyrra mark leiksins en það skoraði Bruno Fernandes með hnitmiðuðu skoti. „Við erum of langt frá honum, við getum ekki leyft honum að skjóta. Í öðru markinu eigum við að elta leikmennina alla leið. Þetta gerist og í dag skipti það ekki öllu máli en það skiptir miklu máli í mars svo við verðum að vera taka þetta með okkur.“ „Almennt þurfum við að hrósa leikmönnunum fyrir vinnuna sem þeir unnu, sumir okkar leikmenn voru virkilega góðir. Sverrir (Ingi Ingason) í miðverðinum og Guðlaugur Victor (Pálsson) í hægri bakverðinum. Allt liðið lagði mikla vinnu á sig.“ Hákon Rafn var að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landsliðið. Þjálfarinn var spurður út í frammistöðu markvarðarins. „Hann er markmaður ársins í Svíþjóð, ég hef séð mikið af Hákoni. Við eigum fjóra góða markverði. Við erum mjög ánægðir með markverðina okkar og Hákon stóð sig frábærlega í kvöld.“ „Hann höndlaði andrúmsloftið vel,“ bætti Åge en Portúgalar voru að undirbúa veisluhöld enda vann liðið þeirra alla 10 leiki sína í undankeppninni. „Ég er mjög ánægður með ungu leikmennina sem hafa komið inn. Þeir hafa gæðin til að verða mjög góðir knattspyrnumenn. Ég veit að við þurfum að spila þeim, við verðum að reyna og leyfa þeim að gera mistök sem þeir geta lært af. Þannig verðum við betri. Ég held að eldri leikmennirnir geti hjálpað þeim og við erum með góðan grunn til að byggja á fyrir mars,“ sagði Åge að lokum aðspurður um undankeppnina í heild. Klippa: Åge Hareide eftir leik
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti