Úthúðað af þjálfara og samherjum eftir tvö gul á þrjátíu sekúndum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2023 10:30 Matt Turner, markvörður bandaríska landsliðsins, lætur Sergino Dest heyra það. getty/Carmen Mandato Sergino Dest var ekki vinsælasti maðurinn í bandaríska landsliðshópnum eftir leikinn gegn Trínidad og Tóbagó í gær. Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Trínidad og Tóbagó, 2-1, en tryggðu sér samt sem áður farseðilinn í Suður-Ameríkukeppnina á næsta ári vegna 3-0 sigurs í fyrri leik liðanna. Um leið komst bandaríska liðið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar í Mið- og Norður-Ameríku. Bandaríkjamenn náðu forystunni í leiknum í gær þegar Antonee Robinson, leikmaður Fulham, skoraði á 25. mínútu. En fjórtán mínútum síðar kom Dest liðsfélögum sínum í mikið klandur með sannkölluðum heimskupörum. Hann fékk fyrst gult spjald fyrir að sparka bolta upp í stúku því hann var ósáttur við ákvörðun dómara leiksins. Dest var ekki hættur, hélt áfram að tuða og uppskar annað gult spjald og þar með rautt. Samherjar Dests létu hann heyra það eftir rauða spjaldið og eftir leikinn. Það sama gerði landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter. „Þetta veldur mér áhyggjum því þetta er ekki það sem við stöndum fyrir. Þetta er ekki það sem við erum sem hópur. Við hreykjum okkur af því að vera andlega agaðir og berjumst gegnum allar aðstæður, sama hvort ákvarðanirnar eru góðar eða slæmar. Við eigum að halda áfram og bregðast rétt við og augljóslega gerði Sergino það ekki,“ sagði Berhalter. „Hann bað hópinn afsökunar og sagði að þetta myndi ekki gerast aftur. Við leikmenn og starfslið þurfum að gera hann ábyrgan því þetta er óásættanlegt. Við skófum ekkert af því eftir leikinn. Hann setti strákana í erfiða stöðu og eftirlét þeim meiri vinnu í þessum aðstæðum og það er ekki ásættanlegt.“ Þetta er annað rauða spjaldið sem Dest fær í leik með bandaríska landsliðinu á árinu. Hann var líka rekinn út af gegn Mexíkó í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar í sumar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira