Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2023 11:39 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53