Ætlar að auka aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2023 11:39 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segist ekki viss um að gengið hafi verið of langt í takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesskaga undanfarnar tæpar tvær vikur. Aðgangur fjölmiðla að svæðinu verði aukinn í dag. Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Úlfars á upplýsingafundi almannavarna. Blaðamannafélag Íslands kærði takmörkun á aðgengi fjölmiðla til dómsmálaráðuneytisins í dag. Fram kemur í tilkynningu félagsins að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli gefin blaðamönnum sem óskað hafa eftir aðgangi að svæðinu undanfarna daga. „Þetta er enn eitt dæmið um skilningsleysi stjórnvalda á mikilvægi fjölmiðla og hlutverks þeirra. Það er algjörlega óásættanlegt að blaðamenn þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra um þá mikilvægu hagsmuni almennings sem fjölmiðlar gæta, það er þess aðhalds sem þeir veita í aðgerðum tengdum einum stærsta viðburði sem samfélagið hefur þurft að glíma við í hálfa öld,“ sagði Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, í samtali við Vísi í morgun. Það megi ekki gleyma því að blaðamenn og fjölmiðlar eru augu og eyru, ekki bara Grindvíkinga, heldur landsmanna allra, á svæðinu og veiti jafnframt mikilvæga innsýn í þá miklu erfiðleika sem Grindvíkingar glíma nú við. „Sú mikla og mikilvæga samkennd sem myndast hefur með Grindvíkingum á þessum erfiðu tímum væri ekki tilkomin nema vegna þess að fjölmiðlar segja sögur af fólki sem þurft hefur að flýja heimili sín og takast á við óhugsandi aðstæður. Án þessara frásagna hefði þjóðin engar upplýsingar um það sem fólk hefur þurft að ganga í gegnum. Að auki væru ekki til neinar heimildir um upplifun Grindvíkinga af þessum atburði, ef fjölmiðlar væru ekki að skrásetja þær. Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja hvers vegna stjórnvöldum er þetta ekki ljóst.“ Skammaður fyrir barnabann Úlfar lögreglustjóri bannaði för barna yngri en tólf ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022. Umboðsmaður Alþingis kallaði eftir skýringum lögreglustjórans og minnti hann á að víðtækum heimildum til að takmarka ferðafrelsi yrði að beita af varfærni. Umboðsmaður barna gagnrýndi bannið sömuleiðis. Úlfar segist ekki viss um að hann hafi gengið of langt með takmörkunum undanfarnar tólf daga. „Ástandið inni í bænum sjálfum er óbreytt frá þessum jarðskjálfta 10. nóvember og eftir rýmingu. Það er í sjálfu sér lítið að frétta af svæðinu,“ sagði Úlfar á upplýsingafundinum. Þá væru íbúar Grindavíkur á öðrum svæðum. Fjölmiðlar hefðu fengið að fylgja fólki til Grindavíkur um tíma. „Það fór eitthvað úrskeiðis hjá einum miðlinum og það lagðist þungt í samfélagið í Grindavík,“ sagði Úlfar. Vísaði hann til þess að ljósmyndari RÚV hefði reynt að komast inn í mannlaust hús til að mynda. Ljósmyndarinn og fréttastofa RÚV hafa beðist afsökunar á dómgreindarleysi sínu. „Við erum enn með hættusvæði. En þessi kæra blaðamannafélagsins, ég er ekki viss um að hún hafi verið tímabær.“ Úlfar segir samstarfið við fjölmiðla hafa gengið vel og aðgangur verði aukinn frá og með deginum í dag. Hann bað fjölmiðla um leið að hafa í huga að takmarkanir sem hefðu verið settar fjölmiðlum væru fyrst og fremst af tillitsemi við Grindvíkinga. Undanfarna daga hefur einn fulltrúi fjölmiðils fengið aðgang að svæðinu til kvik- og ljósmyndunar með þeim fyrirmælum að myndefni skuli deilt með öðrum miðlum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Kærir takmörkun aðgengis: Ótækt að fjölmiðlar þurfi að eiga í stríði við lögreglustjóra Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum. Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður. 22. nóvember 2023 10:53