Litla liðið með Man City tenginguna berst við toppliðin á Spáni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. desember 2023 08:00 Það er gaman hjá Girona þessa dagana. David Ramos/Getty Images Þegar toppbaráttan í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er skoðuð þá er eitt lið sem sker sig örlítið úr. Við erum með Real og Atlético frá Madríd ásamt Barcelona og Girona frá Katalóníu. Það er síðastnefnda liðið sem sker sig allverulega frá hinum enda langt frá því að vera eitthvað stórlið. Stuðningsfólk Girona gat ekki spáð fyrir um ótrúlegt gengi liðsins á þessari leiktíð en þegar þetta er skrifað er liðið í 2. sæti La Liga með 38 stig, jafn mörk og topplið Real Madríd en lakari markatölu. Barcelona er fjórum stigum á eftir toppliðunum og Atlético Madríd þar á eftir með sjö stigum minna en toppliðin tvö. Það er þó vert að taka fram að Girona er vissulega beintengt besta knattspyrnuliði Evrópu á síðustu leiktíð, Manchester City. Þannig er mál með vexti að City Football Group á 47 prósent hlut í Girona, það hefur þó ekki sést á leikmannakaupum liðsins. Síðasta sumar keypti liðið leikmenn fyrir rúmlega 22 milljónir evra (3,3 milljarðar íslenskra króna) en seldi fyrir tæpar 18 milljónir evra (2,7 milljarða íslenskra króna.) Dýrasti leikmaður liðsins var Artem Dovbyk en hann kom frá úkraínska félaginu SK Dnipro-1. Þar á eftir kom Yangel Herrera frá systurfélaginu í Manchester en frægasta nafnið var án efa Daley Blind sem kom á frjálsri sölu frá Bayern München. Daley Blind og Jude Bellingham, leikmaður Real Madríd.EPA-EFE/Siu Wu Aldrei verið hluti af stóru liðunum í Katalóníu Girona er lítil borg með um 100 þúsund íbúa. Flestir íbúar þar hafa stutt annað af risaliðum Spánar, Barcelona eða Real Madríd. Sumir halda þó með Espanyol. Girona var í raun aldrei í umræðunni, fyrr en nú. Rétt fyrir aldamót var liðið í 5. efstu deild á Spáni, um er að ræða áhugamannadeild. Á leiki mætti svo aðeins um 200 áhorfendur. Hlutirnir hafa breyst hratt á þessari öld og árið 2008 var liðið komið upp í B-deildina. Það var þá sem íbúar Girona fóru að hafa meiri áhuga á hverfisliðinu sínu heldur en stóru strákunum í La Liga. Fjárhagsvandræði voru hins vegar handan við hornið og eftir að safna gríðarlegum skuldum, á þeirra mælikvarða, var ljóst að félagið þyrfti nýja eigendur. Þar kemur Pere Guardiola, bróðir ákveðins Pep Guardiola – þjálfara Manchester City, inn í myndina. Hann var milliliður þegar TVSE Futbol, hópur franskra fjárfesta, festi kaup á meirihluta félagsins árið 2015. Pere er yngri bróðir Pep Guardiola.GOAL Fjárfestarnir létu sjaldan sjá sig en Pere varð andlit TVSE Futbol í Girona og var alltaf með puttana í því sem var í gangi. Það var þá sem uppgangur félagsins byrjaði fyrir alvöru. Pere réð mann að nafni Geli, fyrrverandi knattspyrnumann sem hafði alist upp í Girona, sem forseta félagsins. „Markmið okkar var að fá stuðningsfólkið til að trúa á það sem við vorum að gera, trúa á verkefnið. Það er auðvelt að kaupa knattspyrnufélag en það er erfiðara að viðhalda þeim og gera þau sjálfbær,“ sagði Pere í viðtali við The Athletic. Það var svo árið 2017 sem Girona komst upp í La Liga en í þrívegis á aðeins fjórum árum þar á undan hafði liðið fallið úr leik í umspili um sæti í deild þeirra bestu. Í ágúst sama ár tók City Football Group yfir félagið. Lítill hluti stuðningsmanna hafði áhyggjur að CFG myndi breyta nafni félagsins en það var aldrei í myndinni. Merki félagsins var hins vegar breytt árið 2021 og féll sú breyting vel í kramið hjá stuðningsfólki félagsins. Encara segueixo en aquest moment. pic.twitter.com/uwcCo7PRV4— Girona FC (@GironaFC) December 4, 2023 Vert er að minnast á að CFG á félagið ekki alfarið í dag. Árið 2020 keypti Marcelo Claure frá Bólivíu 35 prósent hlut í Girona. Hann á einnig félagið Club Bolivar í heimalandi sínu. það félag er einnig hluti af City Football Group. Áttu að vera uppeldisstöð fyrir Man City Upphaflega átti Girona að hjálpa Man City að ala upp unga og efnilega leikmenn. Planið var sum sé að Man City myndi lána leikmenn til Girona sem myndu blómstra og gætu síðar meir hjálpað Man City í ensku úrvalsdeildinni. Það reyndist hins vegar erfitt að sannfæra efnilegustu leikmenn City að Girona væri rétti staðurinn til að þróa sinn leik. Brahim Díaz er dæmi um slíkan leikmann, hann neitaði að fara frá City til Girona og var ári síðar seldur til Real Madríd. Því var breytt um kaupstefnu, í staðinn festi Man City kaup á reyndari leikmönnum sem áttu ekki möguleika á að spila fyrir aðalliðið og lánaði þá til Girona. Sem dæmi má nefna Florian Lejeune, Rubén Sobrino og Pablo Marí. Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz er annað dæmi en hann var þó enn ungur að árum þegar hann gekk í raðir Girona. Aston Villa keypti hann síðan 2019. Douglas Luiz í leik með Girona.EPA-EFE/Robin Townsend Hugmyndafræði CFG virtist líka engan veginn virka þar sem Girona féll úr La Liga vorið 2019. Aftur átti liðið erfitt með að komast upp úr B-deildinni en það féll úr leik í umspilinu næstu tvö tímabil. Því ákvað Carcel, íþróttastjóri Girona – með samþykki CFG – að breyta um stefnu á nýjan leik. Samband hans við Txiki Begiristain, yfirmann knattspyrnumála hjá City, er gott og heimsækir Carcel Manchester nokkrum sinnum ár hvert. Þá hefur Girona notað aðstöðu Man City undanfarin fimm undirbúningstímabil. Breytt stefna sem virðist virka „Hvernig getum við séð til þess að Girona sé ekki aðeins eins tímabils undur? Við verðum að vera þolinmóðir og hugsa fram í tímann,“ sagði Pere um nýja áskorun Girona. Íþróttastjórinn Carcel viðurkennir að það sé þökk „regnhlíf“ CFG sem Girona geti skoðað leikmenn hvaðan sem er úr heiminum. Það lýsir sér best í því að liðið sótti tvo úkraínska landsliðsmenn síðasta sumar, Dovbyk og Viktor Tsygankov, og hinn 19 ára gamla Sávio Moreira de Oliveira – betur þekktur sem Savinho. Sávio Moreira de Oliveira.EPA-EFE/David Borrat Sá er á láni frá franska B-deildarliðinu Troyes, sem er einnig hluti af CFG-regnhlífinni. Hann var á láni hjá PSV í Hollandi á síðustu leiktíð en meiddist illa og lék ekki marga leiki. Það stöðvaði ekki Girona sem sótti hann á láni og reiknar með að fá hann alfarið í sínar raðir næsta sumar. Þessi brasilíski vængmaður hefur til þessa komið að átta mörkum á leiktíðinni og hefur verið orðaður við Barcelona. Sömuleiðis er talið líklegt að hann fari upprunalegu CFG-leiðina, það er frá Girona og inn í aðallið Man City. Kraftaverkamaðurinn Michel Eftir að mistakast að komast upp í gegnum umspilið ákvað Girona að ráða Michel, þjálfara sem hafði skilað bæði Rayo Vallecano og Huesca upp í La Liga á undanförnum árum. Í bæði skiptin var hann hins vegar látinn fara fyrir jól þegar upp í efstu deild var komið. Michel byrjaði vægast sagt illa sem þjálfari Girona og liðið var í harðri fallbaráttu í B-deildinni eftir 10 leiki undir hans stjórn. Eftir að fara yfir alla tölfræði liðsins var ákveðið að það væri réttast að gefa honum meiri tíma og það virðist svo sannarlega hafa borgað sig. Michel Sanchez, þjálfari Girona.EPA-EFE/David Borrat „Það sem þú þarft er tími. Sem betur fer hef ég fengið hann hjá Girona,“ sagði Michel í viðtali við The Athletic. Til þessa hefur Michel nýtt tímann vel enda er Girona á einhvern ótrúlegan hátt í miðri titilbaráttu á Spáni. Hvort þeim fatist flugið verður að koma í ljós en sem stendur stefnir allt í að liðið muni að lágmarki leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hvaða Evrópukeppni það svo verður á eftir að koma í ljós. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
Stuðningsfólk Girona gat ekki spáð fyrir um ótrúlegt gengi liðsins á þessari leiktíð en þegar þetta er skrifað er liðið í 2. sæti La Liga með 38 stig, jafn mörk og topplið Real Madríd en lakari markatölu. Barcelona er fjórum stigum á eftir toppliðunum og Atlético Madríd þar á eftir með sjö stigum minna en toppliðin tvö. Það er þó vert að taka fram að Girona er vissulega beintengt besta knattspyrnuliði Evrópu á síðustu leiktíð, Manchester City. Þannig er mál með vexti að City Football Group á 47 prósent hlut í Girona, það hefur þó ekki sést á leikmannakaupum liðsins. Síðasta sumar keypti liðið leikmenn fyrir rúmlega 22 milljónir evra (3,3 milljarðar íslenskra króna) en seldi fyrir tæpar 18 milljónir evra (2,7 milljarða íslenskra króna.) Dýrasti leikmaður liðsins var Artem Dovbyk en hann kom frá úkraínska félaginu SK Dnipro-1. Þar á eftir kom Yangel Herrera frá systurfélaginu í Manchester en frægasta nafnið var án efa Daley Blind sem kom á frjálsri sölu frá Bayern München. Daley Blind og Jude Bellingham, leikmaður Real Madríd.EPA-EFE/Siu Wu Aldrei verið hluti af stóru liðunum í Katalóníu Girona er lítil borg með um 100 þúsund íbúa. Flestir íbúar þar hafa stutt annað af risaliðum Spánar, Barcelona eða Real Madríd. Sumir halda þó með Espanyol. Girona var í raun aldrei í umræðunni, fyrr en nú. Rétt fyrir aldamót var liðið í 5. efstu deild á Spáni, um er að ræða áhugamannadeild. Á leiki mætti svo aðeins um 200 áhorfendur. Hlutirnir hafa breyst hratt á þessari öld og árið 2008 var liðið komið upp í B-deildina. Það var þá sem íbúar Girona fóru að hafa meiri áhuga á hverfisliðinu sínu heldur en stóru strákunum í La Liga. Fjárhagsvandræði voru hins vegar handan við hornið og eftir að safna gríðarlegum skuldum, á þeirra mælikvarða, var ljóst að félagið þyrfti nýja eigendur. Þar kemur Pere Guardiola, bróðir ákveðins Pep Guardiola – þjálfara Manchester City, inn í myndina. Hann var milliliður þegar TVSE Futbol, hópur franskra fjárfesta, festi kaup á meirihluta félagsins árið 2015. Pere er yngri bróðir Pep Guardiola.GOAL Fjárfestarnir létu sjaldan sjá sig en Pere varð andlit TVSE Futbol í Girona og var alltaf með puttana í því sem var í gangi. Það var þá sem uppgangur félagsins byrjaði fyrir alvöru. Pere réð mann að nafni Geli, fyrrverandi knattspyrnumann sem hafði alist upp í Girona, sem forseta félagsins. „Markmið okkar var að fá stuðningsfólkið til að trúa á það sem við vorum að gera, trúa á verkefnið. Það er auðvelt að kaupa knattspyrnufélag en það er erfiðara að viðhalda þeim og gera þau sjálfbær,“ sagði Pere í viðtali við The Athletic. Það var svo árið 2017 sem Girona komst upp í La Liga en í þrívegis á aðeins fjórum árum þar á undan hafði liðið fallið úr leik í umspili um sæti í deild þeirra bestu. Í ágúst sama ár tók City Football Group yfir félagið. Lítill hluti stuðningsmanna hafði áhyggjur að CFG myndi breyta nafni félagsins en það var aldrei í myndinni. Merki félagsins var hins vegar breytt árið 2021 og féll sú breyting vel í kramið hjá stuðningsfólki félagsins. Encara segueixo en aquest moment. pic.twitter.com/uwcCo7PRV4— Girona FC (@GironaFC) December 4, 2023 Vert er að minnast á að CFG á félagið ekki alfarið í dag. Árið 2020 keypti Marcelo Claure frá Bólivíu 35 prósent hlut í Girona. Hann á einnig félagið Club Bolivar í heimalandi sínu. það félag er einnig hluti af City Football Group. Áttu að vera uppeldisstöð fyrir Man City Upphaflega átti Girona að hjálpa Man City að ala upp unga og efnilega leikmenn. Planið var sum sé að Man City myndi lána leikmenn til Girona sem myndu blómstra og gætu síðar meir hjálpað Man City í ensku úrvalsdeildinni. Það reyndist hins vegar erfitt að sannfæra efnilegustu leikmenn City að Girona væri rétti staðurinn til að þróa sinn leik. Brahim Díaz er dæmi um slíkan leikmann, hann neitaði að fara frá City til Girona og var ári síðar seldur til Real Madríd. Því var breytt um kaupstefnu, í staðinn festi Man City kaup á reyndari leikmönnum sem áttu ekki möguleika á að spila fyrir aðalliðið og lánaði þá til Girona. Sem dæmi má nefna Florian Lejeune, Rubén Sobrino og Pablo Marí. Brasilíski miðjumaðurinn Douglas Luiz er annað dæmi en hann var þó enn ungur að árum þegar hann gekk í raðir Girona. Aston Villa keypti hann síðan 2019. Douglas Luiz í leik með Girona.EPA-EFE/Robin Townsend Hugmyndafræði CFG virtist líka engan veginn virka þar sem Girona féll úr La Liga vorið 2019. Aftur átti liðið erfitt með að komast upp úr B-deildinni en það féll úr leik í umspilinu næstu tvö tímabil. Því ákvað Carcel, íþróttastjóri Girona – með samþykki CFG – að breyta um stefnu á nýjan leik. Samband hans við Txiki Begiristain, yfirmann knattspyrnumála hjá City, er gott og heimsækir Carcel Manchester nokkrum sinnum ár hvert. Þá hefur Girona notað aðstöðu Man City undanfarin fimm undirbúningstímabil. Breytt stefna sem virðist virka „Hvernig getum við séð til þess að Girona sé ekki aðeins eins tímabils undur? Við verðum að vera þolinmóðir og hugsa fram í tímann,“ sagði Pere um nýja áskorun Girona. Íþróttastjórinn Carcel viðurkennir að það sé þökk „regnhlíf“ CFG sem Girona geti skoðað leikmenn hvaðan sem er úr heiminum. Það lýsir sér best í því að liðið sótti tvo úkraínska landsliðsmenn síðasta sumar, Dovbyk og Viktor Tsygankov, og hinn 19 ára gamla Sávio Moreira de Oliveira – betur þekktur sem Savinho. Sávio Moreira de Oliveira.EPA-EFE/David Borrat Sá er á láni frá franska B-deildarliðinu Troyes, sem er einnig hluti af CFG-regnhlífinni. Hann var á láni hjá PSV í Hollandi á síðustu leiktíð en meiddist illa og lék ekki marga leiki. Það stöðvaði ekki Girona sem sótti hann á láni og reiknar með að fá hann alfarið í sínar raðir næsta sumar. Þessi brasilíski vængmaður hefur til þessa komið að átta mörkum á leiktíðinni og hefur verið orðaður við Barcelona. Sömuleiðis er talið líklegt að hann fari upprunalegu CFG-leiðina, það er frá Girona og inn í aðallið Man City. Kraftaverkamaðurinn Michel Eftir að mistakast að komast upp í gegnum umspilið ákvað Girona að ráða Michel, þjálfara sem hafði skilað bæði Rayo Vallecano og Huesca upp í La Liga á undanförnum árum. Í bæði skiptin var hann hins vegar látinn fara fyrir jól þegar upp í efstu deild var komið. Michel byrjaði vægast sagt illa sem þjálfari Girona og liðið var í harðri fallbaráttu í B-deildinni eftir 10 leiki undir hans stjórn. Eftir að fara yfir alla tölfræði liðsins var ákveðið að það væri réttast að gefa honum meiri tíma og það virðist svo sannarlega hafa borgað sig. Michel Sanchez, þjálfari Girona.EPA-EFE/David Borrat „Það sem þú þarft er tími. Sem betur fer hef ég fengið hann hjá Girona,“ sagði Michel í viðtali við The Athletic. Til þessa hefur Michel nýtt tímann vel enda er Girona á einhvern ótrúlegan hátt í miðri titilbaráttu á Spáni. Hvort þeim fatist flugið verður að koma í ljós en sem stendur stefnir allt í að liðið muni að lágmarki leika í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hvaða Evrópukeppni það svo verður á eftir að koma í ljós.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti