Elokobi var spurður strax eftir leik hver óskamótherjinn í næstu umferð væri, og það stóð ekki á svörum. Hann vill fara með liðið til sinna gömlu heimahaga og mæta Wolverhampton Wanderers.
"Wolves, I want to bring my babies home."
— BBC Sport (@BBCSport) January 7, 2024
George Elokobi knows who he wants Maidstone to draw in the #FACup fourth round 💛 pic.twitter.com/nOEJQZggHV
Elokobi spilaði með Wolves um árabil frá 2008–14 við góðan orðstír. Hann átti sér stóran aðdáendahóp á Íslandi sem haldið var uppi af Hjörvari Hafliðasyni og Guðmundi Benediktssyni, þáttastjórnendum Sunnudagsmessunar, umfjöllunarþætti um ensku úrvalsdeildina.
Þeir félagar höfðu miklar mætur á Elokobi og syrgdu brotthvarf hans úr ensku úrvalsdeildinni gríðarlega eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan. Aðdáun þeirra fór heldur ekki framhjá Elokobi sem sendi Hjörvari góða gjöf árið 2017, þegar hann var á mála hjá Colchester United.