„Þessi frétt af Josh Giddey og þessi myndbönd af honum, er eitthvað vitað um þetta mál,“ spyr Kjartan Atli en um er ræða Giddey sem spilar með Oklahoma City Thunder og á að hafa verið í sambandi við stelpu undir lögaldri.
„Það er ekki vitað hvenær þetta var nákvæmlega,“ sagði Hörður Unnsteinsson.
„Fyrstu fréttir að það væri verið að fara senda hann heim til Ástralíu og ferill hans væri búinn,“ bætti Tómas Steindórsson.
„Þetta var rannsakað og eftir frumrannsókn kemur fram að þetta verði ekki rannsakað frekar og hann er búinn að spila í gegnum alla rannsóknina,“ segir Kjartan Atli áður en Hörður benti á að allir hjá OKC, leikmenn og starfslið, hefðu mætt þegar Chet Holmgren var hylltur í gamla menntaskólanum sínum. Það er allir nema Josh Giddey.
Þetta og margt fleira verður til umræðu í Lögmál leiksins klukkan 20.00 í kvöld.