Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 07:10 Mikill fjöldi mótmælti fyrir utan dómstólinn á meðan Ísraelar svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna. Vísir/EPA Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þrátt fyrir að niðurstöðu í málinu sé líklega ekki að vænta fyrr en eftir mörg ár um ásakanir Suður-Afríkumanna í garð Ísrael um þjóðarmorð á Gasa gæti dómstóllinn í dag fyrirskipað Ísrael að láta af hernaði sínum á Gasa, sem neyðarráðstöfun. Suður-Afríka óskaði þess að dómstóllinn úrskurðaði sérstaklega um slíkar neyðarráðstafanir, á meðan ásakanir þeirra um þjóðarmorð eru teknar fyrir, til að vernda Palestínumenn á Gasa. Fulltrúar Ísrael svöruðu fyrir ásakanir Suður-Afríkumanna í dómstólnum. Þeir mótmæltu þeim harðlega og óskuðu þess að málinu yrði vísað frá. Vísir/EPA Fulltrúar beggja ríkja báru vitni fyrir dómstólnum fyrir um tveimur vikum og mótmæltu Ísraelar ásökunum Suður-Afríkumanna um þjóðarmorð af miklum ákafa og óskuðu þess að málið yrði ekki tekið fyrir í dómstólnum. Fulltrúar þeirra sögðu Ísraela eiga rétt á því að verja sig og vísuðu til árásar Hamas-liða þann 7. október þar sem 1.300, meðal annars almennir borgarar í Ísrael, voru myrtir. Sú bráðabirgðaniðurstaða sem birt verður í dag lýtur aðallega að þeirri neyð sem er á Gasa ströndinni. Þrátt fyrir að úrskurðir dómstólsins séu bindandi þá er engin leið til að knýja þá fram eða neyða lönd til að framfylgja þeim. Á vef BBC segir að ef niðurstaða dómstólsins í dag sé ekki Ísrael í dag sé ekkert sem komi í veg fyrir að þau geti hundsað niðurstöðuna. Lögmenn Suður Afríku, John Dugard, Tembeka Ngcukaitobi og Adila Hassim í dómstólnum þann 12. janúar þegar málið var tekið fyrir. Vísir/EPA Það myndi þó setja meiri pólitískan þrýsting á yfirvöld í Ísrael að vinna að vopnahléi á Gasa. Það mun einnig setja meiri þrýsting á að helstu bandamenn Ísraela geri það sem þeir geti bakvið tjöldin til að vinna að lausn og tryggja að neyðaraðstoð fái að berast inn á svæðið. Fjallað er líka um málið á vef AP.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Holland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira