Eftir leikinn brá Ødegaard á leik, fékk myndavélina lánaða frá ljósmyndara Arsenal og tók myndir af honum fagna. Það fannst Carragher ekki fyndið.
„Drífðu þig bara inn í klefa. Þú vannst leikinn, þrjú stig, þú varst frábær. Aftur með í titilbaráttunni, farðu inn í klefa. Mér er alvara,“ sagði Carragher ákveðinn.
Fæstir virðast þó vera sammála Carragher miðað við umræðuna á samfélagsmiðlum en flestum þótti gamli Liverpool-jaxlinn vera full smámunasamur í þessu tilfelli.
Með sigrinum í gær minnkaði Arsenal forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í tvö stig.