„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Aron Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2024 12:16 Vignir Már Þormóðsson býður sig fram til formanns KSÍ. Aðsend Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. „Mér finnst þetta stór ákvörðun,“ segir Vignir í samtali við Vísi aðspurður um ákvörðun sína um að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins.. „Þetta er stórt og ábyrgðarmikið embætti. Ég hugsaði mig því vel um og tel mig, með reynslu mína, tilbúinn í þetta. Ég á að baki tólf ára stjórnartíð hjá Knattspyrnusambandi Íslands frá fyrri tíð og bý þá einnig að reynslu úr grasrótarhreyfingunni hjá mínu félagi, KA. Auðvitað hefur maður einnig þurft að hugsa þetta vel og vandlega fjölskyldunnar vegna. Ég bý á Akureyri. Það er að mörgu að hyggja í þessu. Þessi ákvörðun snerist kannski mikið að spurningunni hvað ætlarðu að gera við líf þitt. Ég hef mikla ástríðu fyrir því að vinna fyrir fótboltann áfram.“ Býr að margra ára reynslu Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007 til 2019 og var áður formaður knattspyrnudeildar KA í tæp 7 ár. Þá hefur hann síðustu tíu ár verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Hann segist klárlega búa að sinni margra ára reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, fari svo að hann hljóti kjör í embætti formanns KSÍ. „Það er þó alveg ljóst líka að ég á eftir að læra fullt. Það er svolítið annað að vera formaður KSÍ heldur en stjórnarmaður. Ég hef starfað í fullt af nefndum innan sambandsins, var til að mynda formaður mótanefndar og sit enn í þeirri nefnd. Ég bý því að ýmsu en geri mér líka grein fyrir því að ég á margt eftir ólært. Hjá KSÍ búum við að góðu starfsfólki og til margra myndi ég geta leitað til. Ég er óhræddur við það.“ Vill kafa ofan í reksturinn og koma á breytingum á embætti formanns Í framboðsyfirlýsingu Vignis, sem send var fjölmiðlum í morgun, stiklar hann á stóru varðandi sýn sína varðandi knattspyrnuhreyfingarinnar, hlutverk og ábyrgð KSÍ. Hver telur hann vera brýnustu verkefnin fram undan hjá Knattspyrnusambandi Íslands? „Brýnustu verkefnin sem blasa við okkur núna snúa meðal annars rekstri sambandsins. Það stefnir allt í að reksturinn sé neikvæður, að afkoman sé neikvæð. Við þurfum þar af leiðandi að skoða reksturinn og kafa djúpt í hann svo við náum ákveðnu jafnvægi aftur í hann. Rekstur KSÍ þarf að vera sjálfbær. Við verðum virkilega að skoða þetta. Ég vil bara velta steinum, skoða málin náið. Ég held að það sé hollt. Samvinna, samstarf og samhugur í hreyfingunni er mér mikilvægur.“ Þá fer Vignir einnig fram með þá sýn að verkaskipting formanns og framkvæmdastjóra KSÍ verði að vera skýr. „Verkaskipting milli formanns og framkvæmdastjóra hefur svo sem verið skrifuð niður. Ég sé þetta fyrir mér þannig að embætti formanns stjórnar KSÍ þróist í þá átt að verða líkari starfi stjórnarformanns í fyrirtæki. Samt þó á þann veg að það er öðruvísi að vera formaður KSÍ heldur en fyrirtækja. Því KSÍ er fjöldahreyfing og formaður sambandsins þarf að vera sýnilegur hingað og þangað, sinna þessu vel.“ Fyrir utan höfuðsstöðvar KSÍ í LaugardalnumVísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég get alveg sagt eins og er að ég ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga. Auðvitað myndi ég verða fullt niðri í höfuðstöðvum KSÍ, myndi sinna öllu því sem þyrfti að sinna og meira til, en ég vil einnig vera á ferðinni. Það á hins vegar að vera þannig að framkvæmdastjóri sambandsins, og teymið í kringum hann, á að stjórna skrifstofunni. Þetta held ég að sé mjög mikilvægt. Það hefur verið talað um þetta áður í kosningum til embættis formanns KSÍ. Það er alveg klárt mál að ég myndi standa við þetta. Varðandi laun formanns. Ég sé fyrir mér að innleiðing þessarar hugmyndir myndi taka smá tíma. Ég myndi því þiggja laun sem formaður, eins og verið hefur, að minnsta kosti fyrsta ár mitt í embætti. En myndi svo vilja snúa þessu fyrir lok kjörtímabilsins í þá átt launin yrðu ekki full laun hjá formanni sambandsins. Það yrði þá eitthvað sem kjaranefnd KSÍ myndi ákveða eftir verkaskiptingu og öðrum þáttum.“ Bjartir tímar fram undan Hvernig finnst honum þróunin hafa verið hjá KSÍ undanfarin ár? „Það hefur verið svolítið ský yfir okkur í ýmsum málum. Ég held að það séu klárlega bjartari tímar fram undan. Það hefur verið tekið á ákveðnum málum og mörg hver þeirra eru komin í ákveðið ferli. Það eru ýmis teikn á lofti sem gefa fyrirheit um bjarta tíma. Deildarkeppnin hér heima og breytingarnar sem hafa verið gerðar á henni hafa, að ég tel, verið til góða. Við erum að sjá fleiri leiki leikna og vonandi förum við svo að sjá meiri spennu í efstu deildunum næsta haust. Það er margt bjart fram undan. Meðal annars hjá landsliðunum sem eru stolt þjóðarinnar, við megum ekki gleyma því.“ Farið hefur verið í veigamiklar breytingar á mótafyrirkomulagi í efstu deildum hér heima undanfarin ár Ótækt ástand og Íslendingum ekki til sóma Eitt af þrætueplunum tengt KSÍ og fótboltanum hér í landi undanfarin ár snýr að þjóðvarleikvangi okkar Íslendinga, Laugardalsvelli, sem er úr sér genginn og stenst ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikvanga. Keppnisdögum lands- og félagsliða fjölgar nær ár frá ári og eru farnir að teygja sig inn í vetrarmánuðina og þar er óupphitaður Laugardalsvöllur ekki fýsilegur kostur. Vignir er með skýra sýn á málefni Laugardalsvallar. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótækt ástand og okkur Íslendingum ekki til sóma. Ég hef starfað í eftirliti á leikjum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins undanfarin tíu ár og hef farið á marga fótboltaleiki, og þar með leikvanga, víðs vegar um Evrópu.“ Hitapulsan hefur verið tíður gestur á Laugardalsvelli.mynd/stöð2 „Við verðum að gera eitthvað í þessu. Yfirvöld verða að bregðast við. Mín skoðun í þessu máli er sú að við verðum að fara og setja okkur niður með Laugardalsvöll og ákveða það hvernig við ætlum að byggja hann upp í skrefum. Ég er á því að Laugardalsvöllur eigi að vera okkar þjóðarleikvangur. Ég sé ekki fyrir mér, eins og hefur kannski verið of miklu púðri eytt í, að þetta verði 20-30 þúsund manna yfirbyggður völlur sem verður einnig hugsaður í eitthvað annað en fótbolta, til að mynda tónleikahald. Ég sé Laugardalsvöll sem tíu til fjórtán þúsund manna völl en fyrst og fremst þurfum við að fá á hann yfirborð, hybrid gras sér maður fyrir sér, með undirhita og betri búningsherbergja aðstöðu. Það er bara fyrsta skref í einhverjum fösum sem við þurfum að leggja fyrir og reyna fá yfirvöld með okkur í lið til þess að þróa völlinn áfram. Það er mjög mikilvægt að við náum samningum um þetta fyrsta skref, bæði fyrir lands- og félagsliðin okkar sem hafa ekki völl í dag sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til leikstaða. Við þurfum að taka þetta í skrefum og vera ekki með of stóra drauma.“ Veit alveg hvað bítur Eins og áður hefur komið fram er Vignir landsbyggðarmaður, búsettur á Akureyri og þekkir vel starf aðildarfélaga á landsbyggðinni. Hann horfir jákvæðum augum á samstarf KSÍ við aðildarfélögin úti á landi. „Ég er á því að samskipti aðildarfélaganna úti á landi við knattspyrnusambandið séu yfirleitt alltaf mjög góð. Þetta er náttúrulega alltaf spurningin um að stuðla að persónulegum samskiptum og annað slíkt. Ég held að sambandið þjónustu félögin úti um allt land vel. Það hafa kannanir líka sýnt. Það má þó alltaf gera betur. Áhyggjuefnið er hins vegar fólksfækkun í sumum landshlutum og því miður fækkar félögum og það er áhyggjuefni eins og til að mynda fyrir austan. Það er meira um sameiningar. Það er meðal annars ákveðið vandamál gagnvart mótamálum og hefur í för með sér enn þá fleiri ferðalög til þess að sækja í leiki. Ég er landsbyggðarmaður og mun alveg leggja mikla áherslu á að rækta sambandið við félögin úti á landi. Ég veit alveg hvað bítur í því starfi að reka slík félög.“ Snörp kosningabarátta Frambjóðendurnir til formanns KSÍ eru nú orðnir þrír en auk Vignis hafa þeir Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson einnig lýst yfir framboði sínu. Frestur til framboðs rennur út á morgun og stutt er í ársþing sambandsins sem verður haldið síðar í mánuðinum. Hvernig kosningabaráttu býst þú við? Þetta verður ansi snarpt hjá ykkur. „Já. Auðvitað kem ég seint inn í þetta. Það er hálfur mánuður til stefnu. Ég held að þetta verði bara fínt. Ég þekki marga innan hreyfingarinnar og suma þekki ég bara ekki neitt og þarf að kynnast. Ég mun vera í nánu sambandi við félögin í landinu og í grunninn snýst þetta um þau og fólkið sem starfar innan þeirra. Það eru fulltrúar aðildarfélaganna sem kjósa um formann og stjórn KSÍ á ársþinginu og hjá þeim mun einbeiting mín liggja næstu tvær vikurnar. Að vera í sambandi við fólkið sem stendur í stafni aðildarfélaganna og kynna mín mál.“ KSÍ Laugardalsvöllur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Vignir segir um að ræða stóra ákvörðun fyrir sig, hann vill gera ákveðnar breytingar á embætti formanns, taka á rekstri sambandsins og einblína á að byggja Laugardalsvöll upp í skrefum. Hverfa frá of stórum draumum varðandi byggingu nýs þjóðarleikvangs. „Mér finnst þetta stór ákvörðun,“ segir Vignir í samtali við Vísi aðspurður um ákvörðun sína um að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins.. „Þetta er stórt og ábyrgðarmikið embætti. Ég hugsaði mig því vel um og tel mig, með reynslu mína, tilbúinn í þetta. Ég á að baki tólf ára stjórnartíð hjá Knattspyrnusambandi Íslands frá fyrri tíð og bý þá einnig að reynslu úr grasrótarhreyfingunni hjá mínu félagi, KA. Auðvitað hefur maður einnig þurft að hugsa þetta vel og vandlega fjölskyldunnar vegna. Ég bý á Akureyri. Það er að mörgu að hyggja í þessu. Þessi ákvörðun snerist kannski mikið að spurningunni hvað ætlarðu að gera við líf þitt. Ég hef mikla ástríðu fyrir því að vinna fyrir fótboltann áfram.“ Býr að margra ára reynslu Vignir sat í aðalstjórn KSÍ á árunum 2007 til 2019 og var áður formaður knattspyrnudeildar KA í tæp 7 ár. Þá hefur hann síðustu tíu ár verið starfandi eftirlitsmaður knattspyrnuleikja á vegum UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu. Hann segist klárlega búa að sinni margra ára reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, fari svo að hann hljóti kjör í embætti formanns KSÍ. „Það er þó alveg ljóst líka að ég á eftir að læra fullt. Það er svolítið annað að vera formaður KSÍ heldur en stjórnarmaður. Ég hef starfað í fullt af nefndum innan sambandsins, var til að mynda formaður mótanefndar og sit enn í þeirri nefnd. Ég bý því að ýmsu en geri mér líka grein fyrir því að ég á margt eftir ólært. Hjá KSÍ búum við að góðu starfsfólki og til margra myndi ég geta leitað til. Ég er óhræddur við það.“ Vill kafa ofan í reksturinn og koma á breytingum á embætti formanns Í framboðsyfirlýsingu Vignis, sem send var fjölmiðlum í morgun, stiklar hann á stóru varðandi sýn sína varðandi knattspyrnuhreyfingarinnar, hlutverk og ábyrgð KSÍ. Hver telur hann vera brýnustu verkefnin fram undan hjá Knattspyrnusambandi Íslands? „Brýnustu verkefnin sem blasa við okkur núna snúa meðal annars rekstri sambandsins. Það stefnir allt í að reksturinn sé neikvæður, að afkoman sé neikvæð. Við þurfum þar af leiðandi að skoða reksturinn og kafa djúpt í hann svo við náum ákveðnu jafnvægi aftur í hann. Rekstur KSÍ þarf að vera sjálfbær. Við verðum virkilega að skoða þetta. Ég vil bara velta steinum, skoða málin náið. Ég held að það sé hollt. Samvinna, samstarf og samhugur í hreyfingunni er mér mikilvægur.“ Þá fer Vignir einnig fram með þá sýn að verkaskipting formanns og framkvæmdastjóra KSÍ verði að vera skýr. „Verkaskipting milli formanns og framkvæmdastjóra hefur svo sem verið skrifuð niður. Ég sé þetta fyrir mér þannig að embætti formanns stjórnar KSÍ þróist í þá átt að verða líkari starfi stjórnarformanns í fyrirtæki. Samt þó á þann veg að það er öðruvísi að vera formaður KSÍ heldur en fyrirtækja. Því KSÍ er fjöldahreyfing og formaður sambandsins þarf að vera sýnilegur hingað og þangað, sinna þessu vel.“ Fyrir utan höfuðsstöðvar KSÍ í LaugardalnumVísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég get alveg sagt eins og er að ég ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga. Auðvitað myndi ég verða fullt niðri í höfuðstöðvum KSÍ, myndi sinna öllu því sem þyrfti að sinna og meira til, en ég vil einnig vera á ferðinni. Það á hins vegar að vera þannig að framkvæmdastjóri sambandsins, og teymið í kringum hann, á að stjórna skrifstofunni. Þetta held ég að sé mjög mikilvægt. Það hefur verið talað um þetta áður í kosningum til embættis formanns KSÍ. Það er alveg klárt mál að ég myndi standa við þetta. Varðandi laun formanns. Ég sé fyrir mér að innleiðing þessarar hugmyndir myndi taka smá tíma. Ég myndi því þiggja laun sem formaður, eins og verið hefur, að minnsta kosti fyrsta ár mitt í embætti. En myndi svo vilja snúa þessu fyrir lok kjörtímabilsins í þá átt launin yrðu ekki full laun hjá formanni sambandsins. Það yrði þá eitthvað sem kjaranefnd KSÍ myndi ákveða eftir verkaskiptingu og öðrum þáttum.“ Bjartir tímar fram undan Hvernig finnst honum þróunin hafa verið hjá KSÍ undanfarin ár? „Það hefur verið svolítið ský yfir okkur í ýmsum málum. Ég held að það séu klárlega bjartari tímar fram undan. Það hefur verið tekið á ákveðnum málum og mörg hver þeirra eru komin í ákveðið ferli. Það eru ýmis teikn á lofti sem gefa fyrirheit um bjarta tíma. Deildarkeppnin hér heima og breytingarnar sem hafa verið gerðar á henni hafa, að ég tel, verið til góða. Við erum að sjá fleiri leiki leikna og vonandi förum við svo að sjá meiri spennu í efstu deildunum næsta haust. Það er margt bjart fram undan. Meðal annars hjá landsliðunum sem eru stolt þjóðarinnar, við megum ekki gleyma því.“ Farið hefur verið í veigamiklar breytingar á mótafyrirkomulagi í efstu deildum hér heima undanfarin ár Ótækt ástand og Íslendingum ekki til sóma Eitt af þrætueplunum tengt KSÍ og fótboltanum hér í landi undanfarin ár snýr að þjóðvarleikvangi okkar Íslendinga, Laugardalsvelli, sem er úr sér genginn og stenst ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikvanga. Keppnisdögum lands- og félagsliða fjölgar nær ár frá ári og eru farnir að teygja sig inn í vetrarmánuðina og þar er óupphitaður Laugardalsvöllur ekki fýsilegur kostur. Vignir er með skýra sýn á málefni Laugardalsvallar. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótækt ástand og okkur Íslendingum ekki til sóma. Ég hef starfað í eftirliti á leikjum á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins undanfarin tíu ár og hef farið á marga fótboltaleiki, og þar með leikvanga, víðs vegar um Evrópu.“ Hitapulsan hefur verið tíður gestur á Laugardalsvelli.mynd/stöð2 „Við verðum að gera eitthvað í þessu. Yfirvöld verða að bregðast við. Mín skoðun í þessu máli er sú að við verðum að fara og setja okkur niður með Laugardalsvöll og ákveða það hvernig við ætlum að byggja hann upp í skrefum. Ég er á því að Laugardalsvöllur eigi að vera okkar þjóðarleikvangur. Ég sé ekki fyrir mér, eins og hefur kannski verið of miklu púðri eytt í, að þetta verði 20-30 þúsund manna yfirbyggður völlur sem verður einnig hugsaður í eitthvað annað en fótbolta, til að mynda tónleikahald. Ég sé Laugardalsvöll sem tíu til fjórtán þúsund manna völl en fyrst og fremst þurfum við að fá á hann yfirborð, hybrid gras sér maður fyrir sér, með undirhita og betri búningsherbergja aðstöðu. Það er bara fyrsta skref í einhverjum fösum sem við þurfum að leggja fyrir og reyna fá yfirvöld með okkur í lið til þess að þróa völlinn áfram. Það er mjög mikilvægt að við náum samningum um þetta fyrsta skref, bæði fyrir lands- og félagsliðin okkar sem hafa ekki völl í dag sem stenst allar þær kröfur sem gerðar eru til leikstaða. Við þurfum að taka þetta í skrefum og vera ekki með of stóra drauma.“ Veit alveg hvað bítur Eins og áður hefur komið fram er Vignir landsbyggðarmaður, búsettur á Akureyri og þekkir vel starf aðildarfélaga á landsbyggðinni. Hann horfir jákvæðum augum á samstarf KSÍ við aðildarfélögin úti á landi. „Ég er á því að samskipti aðildarfélaganna úti á landi við knattspyrnusambandið séu yfirleitt alltaf mjög góð. Þetta er náttúrulega alltaf spurningin um að stuðla að persónulegum samskiptum og annað slíkt. Ég held að sambandið þjónustu félögin úti um allt land vel. Það hafa kannanir líka sýnt. Það má þó alltaf gera betur. Áhyggjuefnið er hins vegar fólksfækkun í sumum landshlutum og því miður fækkar félögum og það er áhyggjuefni eins og til að mynda fyrir austan. Það er meira um sameiningar. Það er meðal annars ákveðið vandamál gagnvart mótamálum og hefur í för með sér enn þá fleiri ferðalög til þess að sækja í leiki. Ég er landsbyggðarmaður og mun alveg leggja mikla áherslu á að rækta sambandið við félögin úti á landi. Ég veit alveg hvað bítur í því starfi að reka slík félög.“ Snörp kosningabarátta Frambjóðendurnir til formanns KSÍ eru nú orðnir þrír en auk Vignis hafa þeir Guðni Bergsson og Þorvaldur Örlygsson einnig lýst yfir framboði sínu. Frestur til framboðs rennur út á morgun og stutt er í ársþing sambandsins sem verður haldið síðar í mánuðinum. Hvernig kosningabaráttu býst þú við? Þetta verður ansi snarpt hjá ykkur. „Já. Auðvitað kem ég seint inn í þetta. Það er hálfur mánuður til stefnu. Ég held að þetta verði bara fínt. Ég þekki marga innan hreyfingarinnar og suma þekki ég bara ekki neitt og þarf að kynnast. Ég mun vera í nánu sambandi við félögin í landinu og í grunninn snýst þetta um þau og fólkið sem starfar innan þeirra. Það eru fulltrúar aðildarfélaganna sem kjósa um formann og stjórn KSÍ á ársþinginu og hjá þeim mun einbeiting mín liggja næstu tvær vikurnar. Að vera í sambandi við fólkið sem stendur í stafni aðildarfélaganna og kynna mín mál.“
KSÍ Laugardalsvöllur Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“