„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 22. mars 2024 13:00 Albert Guðmundsson var til umræðu í Besta sætinu. Getty Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Valsmenn enduðu taphrinuna Handbolti „Við erum frábærir sóknarlega“ Handbolti Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Körfubolti Fleiri fréttir Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Sjá meira
Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Körfubolti „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Körfubolti Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Handbolti „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Körfubolti Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Íslenski boltinn Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Handbolti Valsmenn enduðu taphrinuna Handbolti „Við erum frábærir sóknarlega“ Handbolti Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna Körfubolti Fleiri fréttir Sá yngsti í Meistaradeildinni mögulega fjórum árum eldri en allir héldu Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Sjá meira