Mikil eyðilegging í Khan Younis: „Það er ekkert eftir hér“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2024 11:54 Margir íbúar Khan Younis hafa lagt leið sína til borgarinnar eftir að Ísraelar fóru að mestu þaðan. Fólkið hefur skoðað heimilí sín og reynt að bjarga eigum frá eyðileggingu. AP/Ismael Abu Dayyah Palestínumenn lögðu margir leið sína til borgarinnar Khan Younis á suðurhluta Gasastrandarinnar, eftir að ísraelskir hermenn hörfuðu að mestu leyti frá svæðinu um helgina. Borgina segja þeir óþekkjanlega vegna eyðileggingarinnar. Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjöldi bygginga hafa verið eyðilagðar eða orðið fyrir miklum skemmdum. Götur hafa verið fjarlægðar með jarðýtum, fjölbýlishús hafa verið jöfnuð við jörðu og skólar og sjúkrahús hafa skemmst verulega í átökum milli ísraelskra hermanna og Hamas-liða. Fólk hefur þó snúið aftur um helgina og í morgun til að kanna stöðuna á húsum þeirra og reyna að bjarga verðmætum. Einn viðmælandi AP fréttaveitunnar segir ástandið sérstaklega slæmt í miðborg Khan Younis. Hún sé óbyggileg vegna skemmda. Hann sagði hús sitt og hús nágranna sinna hafa verið jöfnuð við jörðu. Hér að neðan má sjá myndefni sem tekið var í Nasser sjúkrahúsinu í Khan Younis. Ísraelar segja Khan Younis hafa verið mikilvægt vígi Hamas-liða. Forsvarsmenn hersins segja þúsundir vígamanna hafa verið fellda í borginni og að skemmdir hafi verið unnar á umfangsmiklu neti jarðganga undir henni. Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir „eftirfylgniaðgerðir“ í undirbúningi Stríðið, sem staðið hefur í yfir í rúma sex mánuði, hefur kostað að minnsta kosti 33 þúsund Palestínumenn lífið, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum Gasa, sem stýrt er af Hamas. Flestir af 2,3 milljónum íbúa svæðisins hafa þurft að flýja heimili sin og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Annar íbúi Khan Younis sem ræddi við blaðamenn AP sagðist ekki hafa getað komst í íbúð sína á þriðju hæð húss í borginni. Stigagangurinn væri hruninn. Bróðir hennar gat þó klifrað upp í gegnum rústirnar og sótt föt fyrir börn hennar og aðrar eigur þeirra. Enn einn sagði ekki lengur hægt að búa í Khan Younis. „Þeir skildu ekkert eftir hér.“ Netanjahú velt úr sessi án áhlaups á Rafah Talið er að Ísraelar ætli sér næst að gera áhlaup á borgina Rafa, sem er syðsta borg Gasastrandarinnar en þangað hafa um 1,4 milljónir manna flúið frá því stríðið á Gasa hófst. Meira en helmingur allra íbúa Gasa hafa leitað sér skjóls í Rafah og hafa ráðamenn víða um heim miklar áhyggjur af mögulegu áhlaupi Ísraela á borgina. Eins og fram kemur í grein AP gæti brotthvarfið frá Khan Younis létt á þrýstingnum á Rafah en fjölmargir sem flúið hafa borgina eiga ekki heimili þar lengur. Því til viðbótar er talið að mikið af ósprungnum sprengjum séu í Khan Younis. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa þrýst á Ísraela um að gera ekki áhlaup á Rafah en Benajmín Netanjahú, forsætisráðherra, finnur einnig fyrir þrýstingi heima fyrir. Ben Gvir, mjög svo hægri sinnaður ráðherra þjóðaröryggismála, lýsti því yfir í morgun að ef Netanjahú reyndi að enda stríðið án umfangsmikils áhlaups á Rafah, yrði honum velt úr sessi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27 Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21 Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ísraelsher dregur úr viðveru sinni á sunnanverðu Gasa Ísraelski herinn hefur minnkað viðveru sína á sunnanverðu Gasasvæðinu og er þar aðeins eitt stórfylki. Stórfylki er herdeild sem almennt er samsett úr nokkrum þúsunda hermanna. 7. apríl 2024 11:27
Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. 5. apríl 2024 11:21
Ísraelsmenn bregðast við hótunum Biden og opna landamærin á ný Skrifstofa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur greint frá því að öryggisráðuneyti landsins hafi samþykkt áætlun sem miðar að því að auka flæði neyðargagna inn á Gasa. 5. apríl 2024 06:32