BBC greinir frá því að áfrýjunardómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að saksóknurum hefði verið leyft að nota vitnisburð sem kom málsmeðferðinni ekki við.
Í úrskurði dómsins kemur fram að hann hafi í raun verið sakfelldur fyrir hegðun sína yfir margra ára tímabil en ekki aðeins fyrir þá glæpi sem hann var ákærður fyrir að hafa framið.
Weinstein var sakfelldur árið 2020 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum en sex konur sem sögðust vera fórnarlömb hans báru vitni í réttarhöldunum yfir honum. Á síðustu árum stigu tugir kvenna fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi eða áreitni.
Hinn 72 ára gamli Weinstein mun þó dvelja áfram í fangelsi vegna annarrar sakfellingar fyrir nauðgun.