Reiðir yfir ummælum Macrons og halda æfingar með kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 11:44 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað hernum að æfa notkun taktískra kjarnorkuvopna. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar tilkynna slíkar æfingar opinberlega. AP/Sergei Guneyev Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu. Ráðuneytið segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa gefið út þá skipun að halda ætti umræddar æfingar. Þær eiga að hefjast á næstunni og koma herinn, flugherinn og sjóherinn að þeim. Rússar halda reglulega æfingar með hefðbundin kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera, en þetta ku vera í fyrsta sinn sem Rússar tilkynna með þessum hætti æfingar með taktísk kjarnorkuvopn. Það eru smærri kjarnorkuvopn sem hönnuð voru á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, ítrekaði í morgun að æfingarnar ætti að halda vegna áðurnefndra ummæla, sem hann kallaði hættuleg og sagði marka mikla stigmögnun. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er þetta ekki í fyrsta sinn sem Rússar ýja að notkun þessara vopna vegna aðkomu Vesturlanda að vörnum Úkraínumanna gegn innrás Rússa. Það gerðu ráðamenn í Rússlandi til að mynda í mars í fyrra, þegar yfirvöld Í Bretlandi ákváðu að senda Úkraínumönnum skriðdrekaskotfæri gerð úr rýrðu úrani. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblaða. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Frakkland Tengdar fréttir Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6. maí 2024 09:54 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Ráðuneytið segir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hafa gefið út þá skipun að halda ætti umræddar æfingar. Þær eiga að hefjast á næstunni og koma herinn, flugherinn og sjóherinn að þeim. Rússar halda reglulega æfingar með hefðbundin kjarnorkuvopn sín, eins og önnur ríki sem eiga slík vopn gera, en þetta ku vera í fyrsta sinn sem Rússar tilkynna með þessum hætti æfingar með taktísk kjarnorkuvopn. Það eru smærri kjarnorkuvopn sem hönnuð voru á tímum Kalda stríðsins. Þar sem hefðbundnum kjarnorkuvopnum er ætlað að granda borgum, iðnaðarsvæðum og öðrum sambærilegum skotmörkum, var taktískum vopnum ætlað að brjóta leiðir í gegnum varnarlínur Atlantshafsbandalagsins. Hægt er að varpa þeim úr lofti, skjóta með eldflaugum eða með stórskotaliðsvopnum. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, ítrekaði í morgun að æfingarnar ætti að halda vegna áðurnefndra ummæla, sem hann kallaði hættuleg og sagði marka mikla stigmögnun. Eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar er þetta ekki í fyrsta sinn sem Rússar ýja að notkun þessara vopna vegna aðkomu Vesturlanda að vörnum Úkraínumanna gegn innrás Rússa. Það gerðu ráðamenn í Rússlandi til að mynda í mars í fyrra, þegar yfirvöld Í Bretlandi ákváðu að senda Úkraínumönnum skriðdrekaskotfæri gerð úr rýrðu úrani. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu í fyrra hafa ráðamenn þar ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna. Það hefur sömuleiðis ítrekað verið gert í ríkisreknum sjónvarpsstöðvum Rússlands og dagblaða. Hótunum þessum hefur að miklu leyti verið ætlað að draga úr vilja Vesturlanda til að standa við bakið á Úkraínumönnum.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Frakkland Tengdar fréttir Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6. maí 2024 09:54 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. 6. maí 2024 09:54
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27