Ástæðan er sögð hafa verið þörf á að gera öryggistékk upp á nýtt en þetta þýðir að geimskotið fer ekki fram fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn kemur. Geimskotinu var beðið með mikilli eftirvæntingu en til stóð að flytja geimfarana Butch Wilmore og Suni Williams til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Verkefnið hefur raunar dregist verulega á langinn, eða um nokkur ár, en ef það heppnast á föstudaginn kemur verður Boeing annað einkafyrirtækið í sögunni sem flytur menn út í geim. Space X, sem er í eigu Elons Musk tókst það árið 2020 með Dragon geimfarinu.
Áður en það tókst, höfðu Bandaríkjamenn þurft í tæpan áratug að reiða sig alfarið á Rússa, til að koma mönnum út í geim. Starliner átti fyrst að fljúga árið 2015 en verkefninu hefur ítrekað verið frestað vegna ýmissa tæknivandamála.
Bein útsending: Starliner ber geimfara til geimstöðvarinnar Starliner á loks að bera geimfara