„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:38 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjá meira
Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjá meira