Everton boðið neyðarlán til að klára nýja heimavöllinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2024 16:31 Uppbygging á nýja vellinum er langt komin en kostnaður farið langt fram úr öllum áætlunum. Getty Enska knattspyrnufélaginu Everton hefur borist boð um 150 milljón punda neyðarlán frá bandaríska einkafjárfestingasjóðnum Luma Capital til að klára byggingu nýs heimavallar félagsins. Bloomberg greindi fyrst frá. Luma Capital býður lánið, það er bandarískur einkafjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í neyðarlánum til fyrirtækja í fjárhagskröggum. Everton fellur undir þá skilgreiningu, heildartap félagsins braut fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og átta stig hafa verið dregin frá liðinu á yfirstandandi keppnistímabili. Þá hefur eigandi Everton, Farhad Moshiri, reynt að losa sig undan 94 prósenta eignarhlut sínum. Hann samþykkti kauptilboð 777 Partners síðastliðinn september, en eftir frekari fréttir af fjárhagsörðugleikum félagsins dró 777 Partners tilboðið til baka. Í gær var tíminn til að gera tilboð í Everton framlengdur og vonir eru bundnar við að 777 Partners gangi á endanum frá kaupum. Meðal skilmála sem enska úrvalsdeildin hefur sett fyrir þeim kaupum er að 777 Partners skuldbindi sig í 100 milljón punda fjárfestingu til að klára byggingu á nýjum heimavelli Everton við Bramley-Moore höfnina í Liverpool. Framkvæmdir hófust á nýjum velli í júlí 2021. Síðan þá hefur verið farið töluvert langt fram úr kostnaðaráætlun, sem var upphaflega um 500 milljónir punda en stendur í dag í um 800 milljónum punda. Nýlega tilkynnti Everton að stefnt væri að því að klára framkvæmdir á árinu og flytja heimaleiki félagsins á nýjan völl frá og með tímabilinu 2025–26. Enski boltinn Tengdar fréttir Everton áfrýjar stigafrádrætti á nýjan leik Enska knattspyrnufélagið Everton er í slæmri stöðu fjárhagslega. Þar sem félagið hefur ekki staðist fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar voru stig dregin af liðinu. Það hefur nú mótmælt þeim frádrætti. 16. apríl 2024 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Bloomberg greindi fyrst frá. Luma Capital býður lánið, það er bandarískur einkafjárfestingasjóður sem sérhæfir sig í neyðarlánum til fyrirtækja í fjárhagskröggum. Everton fellur undir þá skilgreiningu, heildartap félagsins braut fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og átta stig hafa verið dregin frá liðinu á yfirstandandi keppnistímabili. Þá hefur eigandi Everton, Farhad Moshiri, reynt að losa sig undan 94 prósenta eignarhlut sínum. Hann samþykkti kauptilboð 777 Partners síðastliðinn september, en eftir frekari fréttir af fjárhagsörðugleikum félagsins dró 777 Partners tilboðið til baka. Í gær var tíminn til að gera tilboð í Everton framlengdur og vonir eru bundnar við að 777 Partners gangi á endanum frá kaupum. Meðal skilmála sem enska úrvalsdeildin hefur sett fyrir þeim kaupum er að 777 Partners skuldbindi sig í 100 milljón punda fjárfestingu til að klára byggingu á nýjum heimavelli Everton við Bramley-Moore höfnina í Liverpool. Framkvæmdir hófust á nýjum velli í júlí 2021. Síðan þá hefur verið farið töluvert langt fram úr kostnaðaráætlun, sem var upphaflega um 500 milljónir punda en stendur í dag í um 800 milljónum punda. Nýlega tilkynnti Everton að stefnt væri að því að klára framkvæmdir á árinu og flytja heimaleiki félagsins á nýjan völl frá og með tímabilinu 2025–26.
Enski boltinn Tengdar fréttir Everton áfrýjar stigafrádrætti á nýjan leik Enska knattspyrnufélagið Everton er í slæmri stöðu fjárhagslega. Þar sem félagið hefur ekki staðist fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar voru stig dregin af liðinu. Það hefur nú mótmælt þeim frádrætti. 16. apríl 2024 06:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Sjá meira
Everton áfrýjar stigafrádrætti á nýjan leik Enska knattspyrnufélagið Everton er í slæmri stöðu fjárhagslega. Þar sem félagið hefur ekki staðist fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar voru stig dregin af liðinu. Það hefur nú mótmælt þeim frádrætti. 16. apríl 2024 06:30