Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júní 2024 14:30 Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags. Vísir/Vilhelm „Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“ Þetta segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags, um áhrif öldrunar þjóðarinnar á húsnæðismarkaðinn í Sprengisandi í morgun. Sigurður hefur vakið þó nokkra athygli undanfarið fyrir greinarskrif sín þar sem hann vinnur með opinber gögn og setur þau í nýtt samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að húsnæðisþörf sé stórlega vanmetin. Núverandi fyrirkomulag nægir ekki Hann segir að ef það er rýnt vel í gögn um húsnæðismarkaðinn sést bersýnilega að íbúðaskuld frá árinu 2011 sé orðin gríðarlega stór og heldur áfram að stækka. Að hans mati er öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Íslendinga þegar það kemur að húsnæðismarkaðinum. Hann segir stjórnvöld ekki gera ráð fyrir þessu í áætlunum sínum. „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“ Gífurleg fjölgun aldraðra „Við erum svo heppin að vera samfélag með svipaða velmegun og hin Norðurlöndin en við erum yngri og getum því leyft okkur að skoða aðeins hvað gerðist þar og draga lærdóm frá því. Þegar það kemur að öldruninni þá fjölgaði okkar gríðarlega hratt á einni nóttu,“ segir hann og segir það frábrugðið miðað við önnur lönd þar sem fjölgun hefur átt sér stað jafnt og þétt. Hann segir þessa skyndilegu fjölgun hér á landi sem hófst á fimmta áratugnum á síðustu öld valda því að við erum í raun í fyrsta skipti í sögu landsins að eiga við öldrun og missa fólk af vinnumarkaðnum. „Að meðaltali erum við ekki nema 1,4 í íbúð þegar við erum eldri en 65 ára. 65 ára og eldri erum við núna 50 þúsund. Við erum að fara í 85 þúsund. Ef við horfum ára 55 og eldri eftir fimmtán ár þá erum við að tala um að við erum í kringum 125 þúsund.“ Byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu haldi ekki í við fjölgun Hann segir þetta hafa gífurleg áhrif og bendir á að það búi 2,5 að meðaltali í íbúð í dag en stefni á að lækka í tvo að meðaltali í íbúð á innan við fimmtán árum. Hann segir að fjöldi fólks yfir áttræðu muni tvöfaldast á næstu árum úr þrettán þúsund í þrjátíu þúsund. „Þetta er hópur sem á sitt húsnæði. Ef við spilum áfram, byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu er 1.600 íbúðir á ári og hefur verið síðustu tíu ár. Ef við horfum á næstu þrjú ár þá sýnist mér ekki betur en það að við verðum enn þar,“ segir hann og bætir við að allt stefni í samdrátt í íbúðabyggingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Lækkandi fæðingatíðni dregur dilk á eftir sér Hann segir það einnig hafa gífurleg áhrif að fjölskyldueiningin hér á landi sé að breytast í takt við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum með minnkandi fæðingartíðni. „Þegar ég eignaðist minn elsta strák árið 1999, þá voru um 40 prósent heimila á landinu með börn, í dag er það farið að nálgast 30 prósent eftir fimmtán ár þá erum við komin niður í 23 prósent heimila.“ Hann segir því augljóst að það stefni með hraðbyri í að fólki fækki í hverri íbúð vegna öldrunar þjóðarinnar og minnkandi fæðingartíðni og þar af leiðandi þurfi á fleiri íbúðum að halda á landsvísu. Hann segir ekki tekið tillit til þessa í öllum opinberum áætlunum um húsnæðismarkaðinn. Skammtímaleiga kunni að hafa neikvæð áhrif Hann segir skammtímaleigu einnig kunna hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og bendir á að því fleiri íbúðir sem eru í skammtímaleigu því færri íbúðir eru til taks fyrir íbúa. „Það vantar upplýsingar um það hvaða áhrif þetta hefur. Ég geri ráð fyrir í mínum útreikningum að það séu um fjögur þúsund í skammtímaleigu og í eigu félagasamtaka á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir við að þetta valdi vanmati og hefur þau áhrif að íbúðaskuldin sé hærri um það sem þetta nemur. Húsnæðismál Sprengisandur Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Þetta segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags, um áhrif öldrunar þjóðarinnar á húsnæðismarkaðinn í Sprengisandi í morgun. Sigurður hefur vakið þó nokkra athygli undanfarið fyrir greinarskrif sín þar sem hann vinnur með opinber gögn og setur þau í nýtt samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að húsnæðisþörf sé stórlega vanmetin. Núverandi fyrirkomulag nægir ekki Hann segir að ef það er rýnt vel í gögn um húsnæðismarkaðinn sést bersýnilega að íbúðaskuld frá árinu 2011 sé orðin gríðarlega stór og heldur áfram að stækka. Að hans mati er öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Íslendinga þegar það kemur að húsnæðismarkaðinum. Hann segir stjórnvöld ekki gera ráð fyrir þessu í áætlunum sínum. „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“ Gífurleg fjölgun aldraðra „Við erum svo heppin að vera samfélag með svipaða velmegun og hin Norðurlöndin en við erum yngri og getum því leyft okkur að skoða aðeins hvað gerðist þar og draga lærdóm frá því. Þegar það kemur að öldruninni þá fjölgaði okkar gríðarlega hratt á einni nóttu,“ segir hann og segir það frábrugðið miðað við önnur lönd þar sem fjölgun hefur átt sér stað jafnt og þétt. Hann segir þessa skyndilegu fjölgun hér á landi sem hófst á fimmta áratugnum á síðustu öld valda því að við erum í raun í fyrsta skipti í sögu landsins að eiga við öldrun og missa fólk af vinnumarkaðnum. „Að meðaltali erum við ekki nema 1,4 í íbúð þegar við erum eldri en 65 ára. 65 ára og eldri erum við núna 50 þúsund. Við erum að fara í 85 þúsund. Ef við horfum ára 55 og eldri eftir fimmtán ár þá erum við að tala um að við erum í kringum 125 þúsund.“ Byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu haldi ekki í við fjölgun Hann segir þetta hafa gífurleg áhrif og bendir á að það búi 2,5 að meðaltali í íbúð í dag en stefni á að lækka í tvo að meðaltali í íbúð á innan við fimmtán árum. Hann segir að fjöldi fólks yfir áttræðu muni tvöfaldast á næstu árum úr þrettán þúsund í þrjátíu þúsund. „Þetta er hópur sem á sitt húsnæði. Ef við spilum áfram, byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu er 1.600 íbúðir á ári og hefur verið síðustu tíu ár. Ef við horfum á næstu þrjú ár þá sýnist mér ekki betur en það að við verðum enn þar,“ segir hann og bætir við að allt stefni í samdrátt í íbúðabyggingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Lækkandi fæðingatíðni dregur dilk á eftir sér Hann segir það einnig hafa gífurleg áhrif að fjölskyldueiningin hér á landi sé að breytast í takt við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum með minnkandi fæðingartíðni. „Þegar ég eignaðist minn elsta strák árið 1999, þá voru um 40 prósent heimila á landinu með börn, í dag er það farið að nálgast 30 prósent eftir fimmtán ár þá erum við komin niður í 23 prósent heimila.“ Hann segir því augljóst að það stefni með hraðbyri í að fólki fækki í hverri íbúð vegna öldrunar þjóðarinnar og minnkandi fæðingartíðni og þar af leiðandi þurfi á fleiri íbúðum að halda á landsvísu. Hann segir ekki tekið tillit til þessa í öllum opinberum áætlunum um húsnæðismarkaðinn. Skammtímaleiga kunni að hafa neikvæð áhrif Hann segir skammtímaleigu einnig kunna hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og bendir á að því fleiri íbúðir sem eru í skammtímaleigu því færri íbúðir eru til taks fyrir íbúa. „Það vantar upplýsingar um það hvaða áhrif þetta hefur. Ég geri ráð fyrir í mínum útreikningum að það séu um fjögur þúsund í skammtímaleigu og í eigu félagasamtaka á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir við að þetta valdi vanmati og hefur þau áhrif að íbúðaskuldin sé hærri um það sem þetta nemur.
Húsnæðismál Sprengisandur Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira