Fótbolti

„Lík­lega besti leikur lífs míns“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diogo Costa var að sjálfsögðu kosinn besti maður leiksins. Hér er hann með verðlaun sín.
Diogo Costa var að sjálfsögðu kosinn besti maður leiksins. Hér er hann með verðlaun sín. EPA-EFE/ROBERT GHEMENT

Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM.

Costa varði allar þrjár vítaspyrnur Slóvena í vítakeppninni en Portúgal vann vítakeppnina 3-0 og mætir því Frakklandi í átta liða úrslitunum.

„Þetta er stórbrotin tilfinning. Þetta var mjög erfiður leikur. Ég þurfti að halda einbeitingu allan leikinn. Ég var að bíða eftir besta tækifærinu til að hjálpa mínu liði og ég einbeitti mér að því,“ sagði Diogo Costa.

„Lið eins og okkar verður að vera tilbúið fyrir allar aðstæður og við erum það,“ sagði Costa en var hann búinn að skoða vítaspyrnur Slóvena?

„Nei ég lét bara tilfinninguna ráða. Mér fannst ég þurfa að gera það og ég er ánægður að hafa gert það. Ég er mjög ánægður,“ sagði Costa.

„Auðvitað vorum við búnir að skoða vítaskyttur þeirra en leikmenn breyta því oft hvernig þeir skjóta í vítaspyrnum. Ég er ánægður með að hafa getað hjálpað mínu liði,“ sagði Costa.

„Þetta er líklega besti leikur lífs míns,“ sagði Costa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×