Biden heitir Úkraínu nýjum loftvarnarkerfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 23:21 Bandaríkjaforseti flutti ræðu í tilefni af 75 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. EPA/Shawn Thew Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í ræðu sinni í tilefni af 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins að Bandaríkin myndu í samstarfi við aðrar bandalagsþjóðir sjá Úkraínumönnum fyrir fimm loftvarnarkerfum. Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu. NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Loforð Bidens kemur í kjölfar þess að Rússar gerðu mannskæða árás á barnaspítala í Kænugarði. Árásinni hefur verið lýst sem stríðsglæp. Hún dró að minnsta kosti 20 manns til bana og særði að minnsta kosti 190 óbreytta borgara. Biden vísaði til árásarinnar í ræðu sinni sem „hrottafengna áminningu um grimmd Rússlands.“ Rússland muni ekki sigra Ræðan var Biden mikilvæg ekki síst vegna vaxandi áhyggja um heilsu hans eftir slælega frammistöðu í kappræðum í síðasta mánuði. Mjög skammur tími er landsfundar Demókrata sem hefst hinn 19 ágúst, þar sem forsetaframbjóðandi flokksins verður endanlega staðfestur. Sjálfar forsetakosningarnar fara síðan fram hinn 5. nóvember. Leiðtogafundur NATO gæti reynst hinum aldna forseta erfiður þar sem hann á eftir að sitja fjölmarga fundi með leiðtogum NATO-ríkjanna allt fram á fimmtudag, þar sem stefnt er að því að staðfesta hernaðarlegan og efnahagslegan stuðning aðildarríkja bandalagsins við Úkraínu. „Áður en að þetta stríð hófst hélt Pútín að Atlantshafsbandalagið félli saman. Í dag er Atlantshafsbandalagið sterkara en það hefur verið á nokkrum tímapunkti í sögu sinni. Þegar þetta tilgangslausa stríð hófst var Úkraína frjálst land. Í dag er hún enn þá frjálst land og þessu stríði mun ljúka með frjálsri og sjálfstæðri Úkraínu,“ sagði Biden uppi í ræðustól. „Rússland mun ekki sigra. Úkraína mun sigra,“ bætti hann þá við við miklar undirtektir áheyrenda. Fjöldi þjóða kemur að stuðningnum Samkvæmt yfirlýsingu leiðtoganna munu Bandaríkin, Þýskaland og Rúmenía senda Úkraínumönnum hluti úr svokölluðu Patriot-loftvarnarkerfi en að því munu Hollendingar einnig koma. Giorgia Meloni forsætisráðherra tilkynnti einnig að Ítalir myndu senda Úkraínumönnum hluta úr svokölluðu SAMP/T-loftvarnarkerfi. „Þessi fimm loftvarnarkerfi munu hjálpa til með að vernda úkraínskar borgir, borgara og hermenn og við erum í nánu samstarfi við úkraínsk yfirvöld við að tryggja skjóta uppsetningu kerfanna,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoganna. Þar segir einnig að unnið sé að frekari loftvarnarveitingum á árinu.
NATO Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10 Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20 Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Eldflaugin greinilega úr rússnesku vopnabúri Alþjóðasamfélagið er slegið vegna mannskæðrar árásar Rússa á barnaspítala í Kænugarði, sem lýst hefur verið sem stríðsglæp. Rússar þræta fyrir ábyrgð en sérfræðingar segja sprengjuna úr rússnesku vopnabúri. 9. júlí 2024 19:10
Afmælisfundur NATO í skugga átaka í gjörbreyttum heimi Utanríkisráðherra segir 75 ára afmælisleiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Washington á morgun, haldinn í skugga meiriháttar breytinga og spennu í alþjóðakerfinu. Á fundinum muni bandalagsríkin formfesta stuðning sinn við Úkraínu til lengri tíma. 8. júlí 2024 19:20
Gerðu loftárás á barnaspítala í Kænugarði Minnst tuttugu almennir borgarar létust í loftárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í dag. Meðal skotmarka Rússa var barnaspítali í Kænugarði. 8. júlí 2024 11:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent