Það er nákvæmlega það sem gerðist. Þeir tveir komu inn á eftir um áttatíu mínútna leik, Cole Palmer lagði svo sigurmarkið upp á Ollie Watkins.
Færið var þröngt og erfitt, Watkins fékk boltann með mann í bakinu en sneri vel og skaut í fjærhornið.
„Ég vissi, um leið og hann [Cole Palmer] fékk boltann, að hann væri að fara stinga honum inn fyrir. Þá þurfti ég bara að vera gráðugur, snúa og skjóta strax. Þegar ég sá hann syngja í netinu, það var besta tilfinning sem ég hef upplifað,“ sagði Watkins að lokum í viðtali við ITV eftir leik.