Argentína vann 1-0 sigur gegn Kólumbíu í frestuðum og framlengdum úrslitaleik í nótt þar sem Lautaro Martinez skoraði eina mark leiksins eftir stoðsendingu frá Giovani Lo Celso á 112. mínútu.
Stærsta stjarna argentínska liðsins, og ein stærsta fótboltastjarna heims, Lionel Messi, get þó ekki klárað leikinn. Hann var tekinn af velli á 66. mínútu vegna meiðsla og inn á í hans stað kom Nicolas Gonzalez, leikmaður Fiorentina.
La lesión de Messi en cámara lenta.
— Eduardo Erazo Veloz (@eduardoerazov) July 15, 2024
ES SOLO! El tobillo derecho que es la pierna de apoyo, cuando asienta el pie, se traba en el césped y se tuerce solo!
Luego el contacto de Arias es sobre la pierna izquierda y no es la que adolece el astro argentino.
Volverá al 2do tiempo? pic.twitter.com/on50Tcdrjj
Messi var augljóslega þjáður og tilfinningarnar báru hann ofurliði þegar hann var tekinn af velli. Hann gat þó tekið gleði sína á ný þegar Lautaro Martinez kom argentínska liðinu í forystu í seinni hálfleik framlengingar og tryggði Argentínumönnum um leið titilinn.
Glöggir ljósmyndarar náðu myndum af meiðslum Messi og má sjá þær hér fyrir neðan. Þar má sjá Messi sitja á bekknum í einum sokk, en hægri ökklinn á leikmanninum er stokkbólginn.


Messi’s swollen ankle after getting injured at the Copa America final. pic.twitter.com/JIpgBuXLYk
— Match Point (@MatchPoiint) July 15, 2024