Lífið

Erfið lífs­reynsla að þurfa að yfir­gefa heimili sitt

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland.
Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. Arnór Trausti

Emilía Þóra Ólafsdóttir er átján ára Grindavíkurmær búsett á Álftanesi. Hana dreymir um að skara fram úr sem leik- og söngkona í framtíðinni og setur stefnuna á framhaldsnám í Kaupmannahöfn eftir menntaskóla. Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi.

EvotoArnór Trausti

Fullt nafn? 

Emilía Þóra Ólafsdóttir

Aldur? 

18 ára

Starf? 

Þjónustuliði hjá Orkuveitunni (sumarstarf)

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? 

Eftir að hafa hitt teymið og kynnt mér ferlið betur, varð ég strax mjög áhugasöm. Ég hvet alla til þess að kynna sér keppnina og ferlið.

Það kemur skemmtilega á óvart.

Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?

Það sem ég hef lært og mér þykir vænst um er stuðningurinn frá stelpunum og hvernig ég finn frekar fyrir samvinnu heldur en samkeppni frá þeim.

Hvaða tungumál talarðu?

Íslensku og ensku, og er að læra spænsku.

Hvað hefur mótað þig mest?

Það sem ég tel að hafi mótað mig mest í lífinu er mótlæti sem hefur kennt mér að standa með sjálfri mér og að bera virðingu fyrir öllum. Að ég hafi fengið að tækla hlutina svolítið sjálf er ástæða þess að ég er á góðum stað í dag. Svo er það auðvitað bara umhverfið og fólkið sem ég umgengst sem hefur mótað mig að miklu leiti.

Erfiðasta lífsreynslan hingað til?

Nóvember 2023. 

Að upplifa það að þurfa að yfirgefa heimili mitt og öryggi á korteri.

Hverju ertu stoltust af?

Val mitt á fólkinu í kringum mig. Ég gæti ekki verið heppnari með vini.

Besta heilræði sem þú hefur fengið?

Að vera alltaf hreinskilin við mig sjálfa og vera með jákvætt hugarfar sama hverjar aðstæðurnar eru. 

Þú getur ekki alltaf breytt aðstæðum en þú getur reynt að breyta hugarfarinu þínu.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? 

Sushi!

Hver er þín fyrirmynd í lífinu? 

Mamma mín, Íris Kristinsdóttir

Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?

Ætli það sé ekki bara Steindi Jr.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?

Mér finnst svo fátt vandræðanlegt en það sem kemur fyrst í huga er þegar ég vaknaði á Þjóðhátið við það að ég meig á mig. Mér var að dreyma að ég væri á klósettinu en það var víst ekki þannig.

Hver er þinn helsti ótti?

Að lenda í aðstæðum þar sem ég get ekki veitt fólki í neyð aðstoð.

Hvar sérðu þig í framtíðinni?

Ég stefni á að fara í nám úti í Danmörku eftir Verzló en ég er ekki búin að ákveða hvað mig langar að læra. Hvort það verði sálfræði, læknisfræði, leiklist eða arkitektúr en þar liggur áhugasviðið mitt.

Hvaða lag tekur þú í karókí?

Dancing Queen eða My heart will go on ef ég er ein að keyra.

Þín mesta gæfa í lífinu?

Mín mest gæfa í lífinu þarf að vera mamma mín. Þessi magnaða kona hefur sýnt mér að þú getur komist í gegnum allt með réttu hugarfari. Hún hefur hjálpað mér að skilja sjálfa mig og að taka mér eins og ég er og það hefur nýst mér vel í lífinu. 

Hún er kletturinn minn.

Uppskrift að drauma degi?

Hann myndi byrja þannig að ég myndi vakna á Ítalíu. Ég fengi mér ávaxta skál með súkkulaði og færi út á svalir að tana. Næst myndi ég vilja fara á svona Cat Café, borða morgunmat þar og rölta svo niður á strönd og synda í sjónum. Svo myndi ég skreppa af ströndinni og fara í nokkrar thrift búðir. Eftir það væri ég bara helst til í að eyða öllum deginum á ströndinni og fá mér svo kannski ítalskt Rigatoni Bolognese pasta í kvöldmat. Í lok dags myndi ég fara í everything shower, leggjast upp í rúm og horfa á einhvern sturlaðan heimildarþátt með David Attenborough.

Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland.


Tengdar fréttir

Rúrik og Pétur Jóhann þeir frægustu sem hún hefur hitt

Stella Karen Kristjánsdóttir er 23 ára Reykjavíkurmær búsett í Mosfellsbæ. Hún æfir borðtennis með meistaraflokki Víkings og landsliði Íslands. Stella segir að þáttaka hennar í keppinni um Ungfrú Ísland uppfylli æskudrauminn um að vera prinsessa þegar hún stígur á svið klædd fallegum kjól í Gamla Bíói þann 14. ágúst næstkomandi.

Stjörnum prýdd dómnefnd í Ungfrú Ísland

Þann 14. ágúst næstkomandi keppast 25 stúlkur um titilinn Ungfrú Ísland. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og dómnefnd er skipuð fimm stórstjörnum.

„Ég var með beinflísar stingandi inn í mænuna mína“

Reykjavíkurmærin Dísa Dungal tók fyrst þátt í Ungfrú Ísland árið 2019 og segist full tilhlökkunar að stíga aftur á svið í Gamla Bíó þann 14. ágúst næstkomandi. Dísa er með meistaragráðu í íþrótta-og heilsufræði og starfaði sem íþróttafræðingur í sex ár áður en hún hryggbrotnaði árið 2022. 

Með gervifót og hafði aldrei gengið í háhæluðum skóm

Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir er átján ára gömul. Hún er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Matthildur sem er með gervifót segist lengi hafa beðið eftir tækifærinu til að fá að taka þátt í Ungfrú Ísland sem er nú að raungerast 14. ágúst næstkomandi.

Dreymir um eigið kanínuathvarf

Kolfinna Mist Austfjörð er mikill dýravinur sem hefur sömuleiðis mikinn áhuga á Ungfrú Ísland. Hún er að taka þátt í þriðja sinn í ár og segist læra eitthvað nýtt í hvert skipti, þar á meðal að standa með sínum skoðunum.

Erfiðast að flytja til Íslands án mömmu sinnar

Alexandra Rún Landmark er nítján ára gömul og eyddi níu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum. Mamma Alexöndru er fyrirmynd hennar í lífinu en Alexandra er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

„Gat ekki litið í spegil án þess að fara að gráta“

Sasini er nítján ára gömul stúlka sem talar fimm tungumál og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir yngri litaðar stúlkur á Íslandi. Síðastliðin ár hefur hún unnið mikið að andlegri og líkamlegri heilsu sinni og er stolt af sinni vegferð. Sasini er meðal keppenda í Ungfrú Ísland en keppnin fer fram 14. ágúst í Gamla bíó.

Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar

Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó.

Keppendur í Ungfrú Ísland 2024

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í níunda skipti þann 14. ágúst næstkomandi og fer fram í Gamla bíó. Þátttakendur eru 25 talsins og eru ungfrúrnar hver annarri glæsilegri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×