Erlent

Lítil börn slösuðust í hestvagnsslysi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Börnin voru flutt á sjúkrahús en hvorugt hlaut alvarlegan skaða.
Börnin voru flutt á sjúkrahús en hvorugt hlaut alvarlegan skaða. Getty

Mjóu munaði að tvö lítil frönsk börn slösuðust alvarlega þegar þau lentu í hestvagnsslysi í gamla bæ Árósa í gær.

Danska ríkisútvarpið greinir frá því að þegar hestvagninn hélt af stað, með franska ferðamannafjölskyldu um borð, hrasaði tveggja ára stúlka og hafnaði undir vagninum. Fótur hennar varð undir einu hjóla vagnsins.

Samkvæmt Stifstidende, miðli frá Árósum, átti atvikið sér stað um hálf tvö í gær og var fjölskyldan í hestvagnsferð í útisafninu í Árósum.

Þegar faðir stúlkunnar reyndi að grípa dóttur sína datt eins árs sonur hans og bróðir stúlkunnar einnig fyrir borð og skall á jörðinni.

Viðbragðsaðilar voru fljótir á vettvang og báðum börnum var veitt aðhlynning á sjúkrahúsi en hvorugt barnanna hlaut varanlegan skaða af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×