Fótbolti

Arnór Ingvi lagði upp í langþráðum sigri Norrköping

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk og lagt upp eitt í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. getty/Catherine Ivill

Eftir afleitt gengi að undanförnu vann Norrköping loks leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Arnór Ingvi Traustason lagði upp eina mark leiksins gegn Halmstad.

Norrköping hafði tapað sjö af síðustu átta leikjum þegar að viðureign dagsins kom.

Arnór Ingvi var að venju í byrjunarliði Norrköping og sömu sögu var að segja af Ísaki Andra Sigurgeirssyni.

Á 27. mínútu tók Arnór Ingvi hornspyrnu og sendi boltann á kollinn á Christoffer Nyman sem skoraði.

Þetta reyndist eina mark leiksins og það dugði Norrköping til sigurs. Liðið er í fimmtánda og næstneðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig.

Gísli Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Halmstad en Birnir Snær Ingason kom inn á sem varamaður þegar tæpur hálftími var eftir.

Þetta var fimmta tap Halmstad í síðustu sex leikjum. Liðið er í 12. sæti með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×