Fótbolti

Að­eins glöggir finna breytingarnar á merki Feyenoord

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er langt síðan að Pétur Pétursson og Ruud Gullit voru samherjar hjá Feyenoord en merki félagsins er nánast óbreytt.
Það er langt síðan að Pétur Pétursson og Ruud Gullit voru samherjar hjá Feyenoord en merki félagsins er nánast óbreytt. Getty/VI Images

Það er svolítið í tísku að breyta merkjum félaga í boltanum og oft er um róttækar breytingar að ræða. Ekki þó alltaf.

Hollenska félagið Feyenoord var að missa knattstpyrnustjóra sinn til Liverpool. Hvort að brotthvarf Arne Slot sé kveikjan að breytingu á merki félagsins er ólíklegt en nýtt merki var í það minnsta kynnt í gær.

Félagið gaf það út fyrir nokkru að það væri von á nýju merki fyrir 2024-25 tímabilið.

Stuðningsmenn bjuggust örugglega við talsverðum breytingum á merkinu sem hefur verið eins frá árinu 2009. Það er líka mjög líkt því merki sem var við lýði þegar Pétur Pétursson fór á kostum með Feyenoord í kringum 1980.

Það sem vakti því mesta athygli á netmiðlum var að breytingarnar voru á endanum mjög fíngerðar. Aðeins glöggir fundu í raun þessar breytingar á merkinu.

Alls voru gerðar fjórar breytingar og nú er spurningin hvort þú lesandi góður getir fundið þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×