Erlent

Ísraelar í hefndaraðgerðum gegn Hezbollah í Líbanon

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Viðbragðsaðilar í Dahieh-hverfinu í Beirút í dag.
Viðbragðsaðilar í Dahieh-hverfinu í Beirút í dag. getty

Ísraelar gerðu loftárásir á úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, þar sem ísraelski herinn telur háttsetta meðlimi Hezbollah halda til. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir fyrir árásir Hezbollah á byggð Ísraela á Golan-hæðum þar sem 12 börn létu lífið. 

Háir hvellir heyrðust í líbönsku höfuðborginni um klukkan átta að staðartíma og reyk lagði yfir borgina frá úthverfinu sem flugskeyti hæfðu. Ísraelski herinn segir að háttsettir meðlimir Hezbollah hafi lagt úthverfið undir sig.

Yfirvöld í Líbanon gerðu ráð fyrir loftárásum sem viðbragð við fyrrnefndri loftárás Hezbollah í Golan-hæðum. Bæði ísralesk og bandarísk yfirvöld lýstu því yfir að Hezbollah bæru ábyrgð á árásinni. Þeim ásökunum hafa Hezbollah-samtökin hafnað. 

Bandarísk yfirvöld hafa undanfarnar vikur gert diplómatískar tilraunir til að beina Ísrael frá því gera loftárásir í Líbanon. Með þeim árásum er óttast að átökin á svæðinu stigmagnist. Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafði hins vegar heitið „hörðu“ viðbragði við árásinni, auk þess sem pólitískur þrýstingur hafði myndast gagnvart ísraelskum stjórvöldum um að bregðast harkalega við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×