Enski boltinn

Salah í stuði og Carvalho skoraði aftur þegar Liverpool vann Man. Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Markaskorarar Liverpool, Curtis Jones, Fábio Carvalho og Kostas Tsimikas, fagna marki Carvalho sem kom Liverpool í 1-0.
Markaskorarar Liverpool, Curtis Jones, Fábio Carvalho og Kostas Tsimikas, fagna marki Carvalho sem kom Liverpool í 1-0. Getty/Andrew Powell/

Liverpool vann 3-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United í æfingarleik í Bandaríkjunum í nótt.

Fábio Carvalho, Curtis Jones og Kostas Tsimikas skoruðu mörk Liverpool í leiknum.

Þetta er síðasti leikur United fyrir leikinn um góðgerðaskjöldinn sem verður á móti Manchester City um næstu helgi.

Jadon Sancho var aftur í níunni en var aftur í vandræðum í því hlutverki. Nýi framherjinn Joshua Zirkzee er líklegur til að byrja leikinn á móti City. Mason Mount, Marcus Rashford og Sancho fengu allir færi til að skora en nýttu það ekki.

Arne Slot, nýr knattspyrnustjóri Liverpool, getur ekki verið annað en ánægður með stöðuna á sínu liði. Liverpool hefur nú unnið þrjá leiki í röð á undirbúningstímabilinu, á móti Real Betis (1-0), Arsenal (2-1) og svo þennan sigur á United.

Annað til að gleðjast yfir er formið á Mohamed Salah. Egyptinn skoraði reyndar ekki í þessum leik en er allt í öllu í nýjum leikstíl Liverpool.

Salah átti soðsendinguna í marki Curtis Jones sem skoraði af stutti fær. Diogo Jota lagði aftur á móti upp mark Fábio Carvalho sem var þarna að skora í öðrum leiknum í röð. Carvalho er fullur sjálfstraust sem sást þegar hann gaf sér tíma í teignum áður en hann skoraði.

Slot hefur gefið Fábio Carvalho tækifærið og hann virðist ætla að grípa það með báðum höndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×