Innlent

Björgunar­bátur ræstur út til leitar að Þjóðhátíðargesti

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Leit stendur yfir í Vestmannaeyjum að Helga Ingimar Þórðarsyni en hans hefur verið saknað síðan snemma í morgun. Björgunarbáturinn Þór hefur verið ræstur út til leitar á sjó.

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir í samtali við fréttastofu að leit hafi staðið yfir úti fyrir Hamri vestanmegin á Heimaey ásamt því að lögregla hafi leitað á tjaldsvæðum, kíkt í bíla, gengið um Herjólfsfjall.

Búið sé að ganga um svæðið margoft og ekkert spurst til hans en tilkynning barst lögreglu um sexleytið í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×