Enski boltinn

Richarlison vildi ekki fara til Sádi-Arabíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richarlison vill vera áfram hjá Tottenham.
Richarlison vill vera áfram hjá Tottenham. getty/Hiroki Watanabe

Framherji Tottenham, Richarlison, hafnaði því að fara til félags í Sádi-Arabíu þegar honum bauðst það.

Í samtali við ESPN í heimalandinu sagði Richarlison að það að spila í ensku úrvalsdeildinni myndi auka líkurnar á að hann kæmist aftur í brasilíska landsliðið.

Tottenham keypti Richarlison frá Everton fyrir sextíu milljónir punda fyrir tveimur árum. Hann hefur skorað fimmtán mörk í 66 leikjum fyrir Spurs en ekki alltaf verið fastamaður í byrjunarliðinu.

Á síðasta tímabili lék Richarlison 28 leiki í ensku úrvalsdeildinni og skoraði ellefu mörk.

Tottenham mun líklega bæta við sig framherja áður en tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hefst og hefur Dominik Solanke, leikmaður Bournemouth, verið nefndur í því samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×