Heimir vill finna óþokka Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 13:31 Heimir Hallgrímsson og Jim Crawford, þjálfari U21-landsliðs Írlands, skellihlæjandi á leik í írsku úrvalsdeildinni. Það gefur góð fyrirheit fyrir samvinnu þeirra. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira
Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Hannes í leyfi Körfubolti Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Fleiri fréttir Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Í beinni: Fulham - Brentford | Lundúnaslagur á Craven Cottage Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins AGF bar sigur úr býtum í Íslendingaslag og fór upp í annað sæti Orri kom inn á í sigri í Andalúsíu Sjá meira