Enski boltinn

Sancho til Chelsea á láni og Sterling lík­lega til Arsenal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jadon Sancho mun spila í bláu í vetur og Raheem Sterling í rauðu.
Jadon Sancho mun spila í bláu í vetur og Raheem Sterling í rauðu. Vísir/Getty Images

Það styttist í að félagaskiptagluggi evrópskrar knattspyrnu loki og því er mikið um að vera þessar mínúturnar. Stærstu fréttirnar eru án efa þær að Chelsea er að fá Jadon Sancho á láni frá Manchester United með því skilyrði að Lundúnafélagið kaupi hann næsta sumar. Þá er Raheem Sterling á leið frá Chelsea til Arsenal á láni.

Chelsea hefur verið hvað virkast á félagaskiptamarkaðnum í sumar og var lokadagur gluggans engu frábrugðinn. Eftir tímabilið þarf liðið svo að kaupa Sancho á 25 milljónir punda eða 4,5 milljarða íslenskra króna.

Chelsea gæti losað fleiri leikmenn en miðvörðurinn Trevoh Chalobah er líklega á leið til Crystal Palace á láni. Sterling er svo mættur á æfingasvæði Arsenal til að ganga frá lánskiptum sínum.

Hvað varðar framherjann Victor Osimhen, framherja Napoli, þá er hann ekki á leið til Chelsea en hann virðist heldur ekki á leið til Al-Ahli í Sádi-Arabíu þar sem Ivan Toney, framherji Brentford, er þeirra helsta skotmark. Hann hefur þegar farið í læknisskoðun. Það hefur þó tafist með að tilkynna kaupin.

Crystal Palace hefur keypt enska framherjann Eddie Nketiah frá Arsenal. Hann kostar 30 milljónir punda, 5,5 milljarða króna, og skrifar undir fimm ára samning við Palace.

Napoli hefur staðfest komu Scott McTominay og að sama skapi hefur Man United staðfest kaupin á Manuel Ugarte, hann kemur frá París Saint-Germian.

Antonio Conte er ekki hættur að versla úr ensku úralsdeildinni en Napoli hefur einnig keypt miðjumanninn Billy Gilmour á 12,6 milljónir punda, 2,3 milljarða íslenskra króna, ásamt árangurstengdum greiðslum.

Real Sociedad festi í kvöld kaup á íslenska landsliðsframherjanum Orra Steini Óskarssyni en er einnig að reyna fá miðvörðinn Nayef Aguerd frá West Ham United.

Nýliðar Southampton hafa staðfest kaupin á Aaron Ramsdale. Hann kemur frá Arsenal fyrir rúmar 20 milljónir punda, 3,6 milljarða íslenskra króna. 

Ryan Fraser er einnig genginn í raðir Southampton eftir misheppnaða dvöl hjá Newcastle United. Arsenal hefur sótt markvörðinn Neto á láni frá Bournemouth í staðinn.

Það má alltaf treysta á að Nottingham Forest kaupi, láni og selji leikmenn þegar tækifæri gefst. Félagið hefur staðfest komu miðvarðarins Morato. Hann kemur frá Benfica í Portúgal og kostar Forest 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna.

T



Fleiri fréttir

Sjá meira


×