Erlent

Frans páfi á far­alds­fæti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Páfi hefur þurft að nota hjólastól síðustu mánuði. 
Páfi hefur þurft að nota hjólastól síðustu mánuði.  EPA-EFE/ALESSANDRO DI MEO

Frans páfi mætti í morgun til Jakarta, höfuðborgar Indónesíu en hann mun næstu daga heimsækja fjölmörg ríki við á og við Kyrrahafið.

 Heimsókn páfa er söguleg að því leyti að hún mun standa yfir í tólf daga, en það er lengsta samfellda ferðalag páfa frá því hann tók við embættinu. Frans, sem er orðinn 87 ára hefur undanfarið glímt við ýmisskonar heilsubrest og hefur verið bundinn við hjólastól síðustu mánuði.

Ferðinni er ætlað að efla tengslin á milli trúarbragða heimsins, en Indónesía er svo dæmi sé tekið eitt fjölmennasta múslimaríki í heimi. Þá mun páfi einnig ræða loftslagsmálin og átakamál á milli ríkja á Kyrrahafi sem hafa verið að magnast undanfarið.

Auk Indónesíu fer páfinn til Papúa Nýju Gíneu, Austur-Tímor og Singapúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×