Fótbolti

„Það er erfitt að loka mótum strákar“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Gunnlaugs kom, sá og lét nokkur gullkorn falla. Hvort hann vann kemur svo í ljós í myndbandinu neðst í fréttinni.
Arnar Gunnlaugs kom, sá og lét nokkur gullkorn falla. Hvort hann vann kemur svo í ljós í myndbandinu neðst í fréttinni. Brutta golf

Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason eru samstarfsmenn hjá Íslands- og bikarmeisturum en þegar á golfvöllinn er farið er vináttan tímabundið lögð til hliðar. Sérstaklega ef hvorugur er að eiga sinn besta hring. 

Arnar, þjálfari Víkinga, og Kári, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, voru gestir í þættinum Steve Special sem sýndur var á Youtube-rás Brutta golf. Þátturinn er í umsjón þeirra Vilhjálms Hallssonar og Andra Geirs Gunnarssonar en saman halda þeir úti hinu gríðarlega vinsæla hlaðvarpi Steve dagskrá. 

Í nýjasta þætti mæta Víkingarnir til leiks í Brautarholtinu ásamt þeim Steve-bræðrum. Spilað var eftir Texas Scramble-fyrirkomulagi þar sem Arnar og Vilhjálmur voru saman í liði gegn þeim Andra og Kára. 

Þó drengirnir hafi allir sýnt ágætis tilþrif á golfvellinum er ljóst að þeir eru ekki atvinnukylfingar og sveiflurnar eftir því. Einnig mátti heyra alla fjóra reglulega blóta eða biðja almættið um aðstoð.

„Þó umræðan hafi að mestu verið um golf þá gaf Arnar af sér og sagði að Anfield hefði verið skemmtilegasti völlurinn sem hann hefði spilað á þegar hann lék á Englandi. Gamli Highbury var samt með besta grasið,“ það var eins og billjarðborð sagði þjálfarinn.

Einnig lét Arnar þá Andra og Kára heyra að það væri erfitt að loka mótum þegar þeir félagar hikstuðu undir lok hringsins. Hér að neðan má sjá innslag Steve í heild sinni sem og hver fór með sigur af hólmi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×