Ítalía tekur aftur upp agaviðurlög frá tíma Mussolini Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 07:48 Nýju agaviðurlögin gilda í grunn- og framhaldsskólum. Getty Ítalska þingið samþykkti á miðvikudag nýtt frumvarp um menntamál sem meðal annars felur í sér heimild til handa skólum að fella nemendur sökum slæmrar hegðunar. Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“. Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924. Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf. Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara. Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum. Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót. Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97. Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“.
Ítalía Grunnskólar Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira