Ótrúleg endurkoma Brighton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 17:45 Welbeck reyndist hetja Brighton. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Brighton & Hove Albion vann frábæran 3-2 endurkomusigur á Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Tottenham, sem lagði Manchester United örugglega 3-0 á Old Trafford í síðustu umferð, mætti fullt sjálfstrausts til Brighton og það sást í fyrri hálfleik. Eftir aðeins 23. mínútna leik lagði Dominic Solanke boltann á hinn sjóðheita Brennan Johnson sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs og staðan orðin 0-1. Brennan Johnson has scored more goals in his last six games (6) than he managed in the whole of last season (5). He's the first Tottenham player to score in six consecutive games since Harry Kane in January 2019 and the youngest to score in three PL games for the club since… pic.twitter.com/rBRvEeCIy0— Squawka (@Squawka) October 6, 2024 Gestirnir tvöfölduðu forystu sína áður en fyrri hálfleik var lokið. Timo Werner lagði boltann þá á James Maddison sem skoraði með nákvæmu skoti niðri í hægra markhornið og staðan 0-2 í hálfleik. Eitthvað hefur hinn 31 árs gamla Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton, sagt við sína menn í hálfleik því allt annað var að sjá heimaliðið í síðari hálfleik. Það voru aðeins þrjár mínútur liðnar þegar Kaoru Mitoma sendi hnitmiðaða sendingu inn á vítateig þar sem Yankuba Minteh skilaði boltanum í netið og staðan orðin 1-2. Þegar rétt rúm klukkustund var liðin var Mitoma aftur á ferðinni. Hann lagði boltann á Georginio Rutter sem skoraði með frábæru skoti og staðan orðin jöfn 2-2. Það var svo Rutter sem lagði upp sigurmarkið þegar hann gaf boltann fyrir markið og Danny Welbeck skallaði í netið af stuttu færi. FT: WHAT A WIN FOR THE ALBION! 😍[3-2] 📲 #BHAFC // #BHATOT 🔵⚪️ pic.twitter.com/CFNTQNFOiX— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) October 6, 2024 Endurkoman fullkomnuð á 66. mínútu og þó gestirnir hafi gert hvað þeir gátu til að jafna tókst þeim það ekki og 3-2 sigur Brighton staðreynd. Eftir sigurinn er Brighton með 12 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum á meðan Tottenham er í 9. sæti með 10 stig. Enski boltinn Fótbolti
Brighton & Hove Albion vann frábæran 3-2 endurkomusigur á Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Tottenham, sem lagði Manchester United örugglega 3-0 á Old Trafford í síðustu umferð, mætti fullt sjálfstrausts til Brighton og það sást í fyrri hálfleik. Eftir aðeins 23. mínútna leik lagði Dominic Solanke boltann á hinn sjóðheita Brennan Johnson sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs og staðan orðin 0-1. Brennan Johnson has scored more goals in his last six games (6) than he managed in the whole of last season (5). He's the first Tottenham player to score in six consecutive games since Harry Kane in January 2019 and the youngest to score in three PL games for the club since… pic.twitter.com/rBRvEeCIy0— Squawka (@Squawka) October 6, 2024 Gestirnir tvöfölduðu forystu sína áður en fyrri hálfleik var lokið. Timo Werner lagði boltann þá á James Maddison sem skoraði með nákvæmu skoti niðri í hægra markhornið og staðan 0-2 í hálfleik. Eitthvað hefur hinn 31 árs gamla Fabian Hürzeler, þjálfari Brighton, sagt við sína menn í hálfleik því allt annað var að sjá heimaliðið í síðari hálfleik. Það voru aðeins þrjár mínútur liðnar þegar Kaoru Mitoma sendi hnitmiðaða sendingu inn á vítateig þar sem Yankuba Minteh skilaði boltanum í netið og staðan orðin 1-2. Þegar rétt rúm klukkustund var liðin var Mitoma aftur á ferðinni. Hann lagði boltann á Georginio Rutter sem skoraði með frábæru skoti og staðan orðin jöfn 2-2. Það var svo Rutter sem lagði upp sigurmarkið þegar hann gaf boltann fyrir markið og Danny Welbeck skallaði í netið af stuttu færi. FT: WHAT A WIN FOR THE ALBION! 😍[3-2] 📲 #BHAFC // #BHATOT 🔵⚪️ pic.twitter.com/CFNTQNFOiX— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) October 6, 2024 Endurkoman fullkomnuð á 66. mínútu og þó gestirnir hafi gert hvað þeir gátu til að jafna tókst þeim það ekki og 3-2 sigur Brighton staðreynd. Eftir sigurinn er Brighton með 12 stig í 6. sæti að loknum sjö umferðum á meðan Tottenham er í 9. sæti með 10 stig.