Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 08:48 Áhöfn eftirlitsflugvélar NOAA safnaðist saman til þess að heiðra minningu Peters Dodge áður en ösku hans var varpað inn í auga fellibyljarins Miltons þriðjudaginn 8. október 2024. AP/Sim Aberson/NOAA Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns. Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns.
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Sjá meira
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05