Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 08:20 Frá Nuseirat-flóttamannabúðunum á norðanverðri Gasaströndinni þar sem fólk lést í loftárás í gærkvöldi. Vísir/EPA Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að átta manna fjölskylda í Nuseirat-flóttamannabúðunum hafi fallið í loftárás Ísraela á miðri Gasaströndinni seint í gærkvöldi. Ísraelar hafa skipað hátt í hálfri milljón manna að rýma norðanverða Gasa. Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Hjón og sex börn þeirra á aldrinum átta til 23 ára féllu þegar hús þeirra varð fyrir loftárás Ísraela samkvæmt upplýsingum Shuhada al-Aqsa-sjúkrahússins í Deir al-Balah þangað sem líkin voru flutt. AP-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi talið líkin og myndað bænir fyrir þau látnu. Sjö manns til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvær konur og barn sem eru í lífshættu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að alls hafi 29 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela í gær og í nótt. Ísraelsher hefur ítrekað ráðist á skólabyggingar sem eru notaðar sem skýli fyrir fólk á flótta. Hann sakar vígamenn um að fela sig á meðal flóttafólks. Herinn hefur nú skipað öllum íbúum á norðanverðri Gasaströndinni, þar á meðal í Gasaborg, að hafa sig á brott vegna hernaðaraðgerða gegn vopnuðum Palestínumönnum í Jabaliya. Um 400.000 manns eru sagðir enn búa á svæðinu eftir að Ísraelar hrökktu íbúum þar á flótta við upphaf stríðsins í fyrra. Átök Ísraels og Hezbollah halda áfram í nágrannaríkinu Líbanon. Ísraelsher segir að liðsmenn Hezbollah hafi skotið á fjórða hundrað eldflauga á Ísrael í gær. Líbönsk heilbrigðisyfirvöld segja að fimmtán manns hafi fallið í þremur árásum Ísraela í sunnanverðu Líbanon í gær. Þá hafi fimm sjúkrahús orðið fyrir tjóni í loftárásum Ísraela á Baalbek og Bekaa-dal. Þá er enn búist við því að Ísraelar láti til skarar skríða gegn Íran til þess að hefna fyrir flugskeytaárásir á Ísrael. Þær árásir voru svar Írana við drápi Ísraela á leiðtoga Hezbollah-samtakanna sem klerkastjórnin í Teheran styður.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira